Hugarkyrrð og djúpslökun / Stundaskrá

 

 

 

 

Hugarkyrrð og djúpslökun felur í sér 11 opna tíma í hverri viku og getur fólk valið sér tíma eftir hentisemi.  Vestræn vísindi og austræn viska mætast í þessum tímum og nýtast þeir sérlega vel fyrir fólk sem vill efla andlega heilsu með því að auka innri ró og minnka einkenni streitu og kvíða.

 

Hægt að kaupa tímabil með því að smella á NÁMSKEIÐ hér á síðunni og velja það sem hentar þér, 4 - 8 - 12 eða 16 vikur. 

Samþykkt meðferðarúrræði hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði

 

Fyrir þá sem vilja er innifalið í kortinu 2 klst. fræðslufyrirlestur um streitustjórnun sem byggir á fræðslu um streitu, heilann og taugakerfið og hvernig streita og álag hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan. (Fyrirlesturinn verður 1x í mánuði í byrjun hvers tímabils) Einnig fær fólk upplýsingar um ýmis verkfæri sem nýtast vel í daglegu lífi.

 

Yfirumsjón  hefur Hugrún Linda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi MA, núvitundarkennari, jógakennari og markþjálfi. Hugrún ásamt fleirum reyndum jógakennurum leiða tímana. 

 

Allir tímarnir eiga það sameiginlegt að þjálfa og vinna með slakandi hluta taugakerfisins (Parasympatíska taugakerfið).

 

Tímarnir eru blandaðir og misjafnlega upp byggðir en byggja að mestu á eftirfarandi nálgun:

 

Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku. Oft er talað um „jógískan svefn“ en til að geta sofnað á kvöldin þurfum við fyrst að sleppa tökum á hugsunum okkar og það er nákvæmlega það sem Jóga Nidra gerir, nýtir þennan náttúrulega feril til að aftengja hugsanir okkar og hvílast án þess að sofna.

 

Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á “burnout” einkennum, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum. 

Jóga Nidra er liggjandi hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund  og tengingu við hið innra sjálf.

 

Yin jóga er slakandi jóga sem eykur liðleika líkamans og róar hugann. Í yin jóga er farið í mjúkar teygjur og stöður þar sem þyngdaraflinu er leyft að vinna með okkur. Stöðunum er svo haldið í einhvern tíma (2-4 mínútur) til að ná djúpri teygju og slökun. Yin jóga er núvitundarmiðað jóga þar sem allar hreyfingar eru gerðar í fullri vitund hægt og yfirvegað og hugleitt er inn í stöður. Yin jóga vinnur með hugann sem og stoð og hreyfikerfi líkamans, vöðva, liðbönd, liði, festur, sinar og fasciu/himnulagið sem umlykur alla vöðva líkamans og heldur öllu saman. 

Djúpslakandi jóga fyrir alla sem vilja liðka sig og næra hugann í leiðinni með sjálfsumhyggju  og mildi að leiðarljósi.  

 

Öndun. Við lifum ekki lengi án þess að anda. Súrefni er frumþörfin okkar og okkar helsta orka eða Prana, sjálf lífsorkan. Lífsorkuna getum við því aukið með öndun. Til forna var athygli jóganna meiri á öndunina sjálfa heldur en æfingarnar og með réttu má segja að við komumst ekki langt án þess að anda. Að læra að anda inn meiri lífsorku eru fræði sem eru vel þess virði að kynna sér.

Hver fruma líkamans er háð súrefni og lifir ekki lengur en fimm mínútur án þess. Ef við aftur á móti öndum mjög grunnt eru frumur að fá mjög takmarkað súrefni og rétt hafa það af að lifa. Með því að auka og víkka út öndun erum við að hleypa súrefni og lífsorku í meira magni til frumanna. Súrefnisflæði líkamans hefur áhrif á allan líkamann og þekkt er að þeir sem eru með lungnasjúkdóma þjást oft af öðrum kvillum bæði andlegum og líkamlegum. Heilafrumur sem ekki fá nægjanlegt súrefni geta orðið til þess að við upplifum á endanum mikla andlega streitu og ójafnvægi í tilfinningum og hugsunum.

 

Núvitund og aðrar hugleiðslur  Að æfa sig í að vera í núinu styður við aukna vellíðan, er vörn gegn streitu, kvíða og þunglyndi. Hjálpar gegn erfiðum tilfinningum og hugsanaflækjum. Hjálpar til við að upplifa lífið með vakandi vitund í stað þess að lifa í sjálfstýringu og gömlu hugsanamynstri. Aukaverkanir eru rólegri hugur, yfirvegaðri ákvarðanir og meiri sátt við lífið og tilveruna þrátt fyrir ýmislegt sem lífið býður okkur upp á.