Kennarar og samstarfsaðilar

 

 

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Hugrún er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og starfsréttindi frá Landlækni ásamt því að vera alþjóðlega vottaður markþjálfi. Hún er með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari (MBSR) frá Bangor í Bretlandi með áherslu á streitu. Hún er Jóga nidra djúpslökunarkennari og Kundalini jógakennari. Hugrún hefur sérstakan áhuga á að blanda saman vestrænum vísindum og austrænni vilsku til að hjálpa fólki að auka vellíðan í lífi og starfi. Hugrún er eigandi af Heillandi hug.

 

 

 

 

     

Áslaug Heiður Cassata

Áslaug hóf sína yoga iðkun árið 2003 og hefur síðan mátað sig við mismunandi yoga hugmyndafræði. Hún kláraði RYT-200 yogakennaranám í janúar 2019 hjá Iceland Power Yoga þar sem unnið er með iðkun og hugmyndafræði Barone Baptiste. Í apríl 2019 bætti hún við sig 70 stunda Yoga Alliance réttindum sem yin yogakennari hjá IYI (Insight Yoga Institute). Námið var leitt af stofnanda IYI, Sarah Powers, og stefnir Áslaug á áframhaldandi nám við stofnunina.

Áslaug er auk þess þjóðfræðingur og borgarbarn sem prjónar og les um yoga í frístundum.

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristín Rósa Ármannsdóttir
Kristín Rósa Ármannsdóttir er hjúkrunarfræðingur BS, með meistarpróf í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu skrifaði hún meðal annars um streitu, streitustjórnun og núvitund. Hún er jógakennari og með kennararéttindi í jóga nidra. Kristín Rósa kennir starfsfólki á Landspítalanum jóga ásamt annari kennslu. Hún hefur einnig verið með hugleiðslunámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga.