Markþjálfun og ráðgjöf


 

Markþjálfun og ráðgjöf - Einkatímar

 

 
 
 

Hugrún Linda Guðmundsdóttir býður upp á ráðgjöf, markþjálfun og meðferðarvinnu sem miðar að því að efla vellíðan, jafnvægi og sátt í lífi og starfi. Unnið er með sálfélagslega þætti, andlega líðan og sjálfstyrkingu. Eins er unnið með persónulega stefnumótun og framtíðarsýn fyrir þá sem vilja. Hugrún tekur mið af hverjum einstaklingi fyrir sig og velur aðferðir sem henta hverjum og einum. 

 

Oft á tíðum er það álag, streita, kvíði, þunglyndi og gömul áföll sem hindra það að fólk nái að blómstra í lífi og starfi, elta draumana sína og  eiga innihaldsríkt og gefandi líf. Einnig erum við stundum föst í venjum og gömlum hugsanamynstrum og sjáum ekki að hægt sé að gera breytingar.  Það er því gagnlegt að gefa sér tíma til að staldra við og skoða hvaða hindranir þurfi að takast á við til að lifa lífinu í sátt og blómstra í lífi og starfi.  

 

Það er ekki alltaf hægt að breyta aðstæðum sínum en þá getur markmiðið verið að breyta hugarfarinu gagnvart aðstæðunum og efla þrautseigju til að takast á við það sem lífið býður okkur upp á. Í einkatímum er lögð áhersla á leiðir til að komast yfir hindranir til að hver og einn geti blómstrað í sínu lífi, upplifað sátt, jafnvægi og vellíðan. 

 

Hægt er að hafa samband við Hugrúnu á hugrun@heillandihugur.is eða í síma 898-0500.