• 13564615-life-balance-signpost-showing-family-career-health-and-friends_0

11. nóvember !! STEFNUMÓTUN Í EIGIN LÍFI - Markþjálfun og jákvæð sálfræði - 8 hóptímar

Verð : 68.000kr

Lagerstaða : Til á lager


LOKAÐ NÁMSKEIÐ FYRIR FÓLK Í ENDURHÆFINGU HJÁ VIRK - Ráðgjafar hjá VIRK skrá inn á þetta námskeið. Við notum jákvæða sálfræði sem grunn í þessu námskeiði og skoðum hvað hefur áhrif á að lífið gangi vel og hvað hefur áhrif vellíðan og velgengni í lífinu. Við skoðum hvernig hægt er að auka þessa jákvæðu þætti og blanda þeim inn í daglegt líf til að styrkja okkur ennfrekar á lífsins leið

 

  • Við notum  aðferð markþjálfunar til að leiða þig áfram í gegnum verkefni sem vekja þig til umhugsunar um það sem skiptir þig mestu máli í lífinu og hvernig þú vilt forgangsraða í framtíðinni.         
  • Þú gerir stöðuskýrslu á þínu lífi sem snýr að sálrænum, félagslegum og líkamlegum þáttum.
  •  Fjallað verður um lífsgildi, lífsmáta og drifkraft – Hvað er það sem drífur þig áfram?
  • Þú færð tækifæri til að greina styrkleika þína og færð hugmyndir um hvernig þeir geta  nýst þér til framtíðar í lífi og starfi.
  • Fjallað verður um mikilvægi samskipta og sambanda við annað fólk, hlutverk þín, skyldur og ábyrgð.
  • Við förum í tímanotkun, markmiðasetningu, skipulagningu og framtíðarsýn.
  • Við skoðum það sem hindrar framgang og heldur okkur föstum í gömlum venjum,  hugsunum og hegðun.

 

Námskeiðið byggir á aðferðarfræði markþjálfunar, hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði,áhugahvetjandi samtalstækni, styrkleikanálgun, lausnamiðaðri nálgun, og hugmyndafræðivellíðunar (well being). Einnig er stuðst við núvitundarþjálfun og ACT þjálfun.

 

Markþjálfun með nálgun jákvæðrar sálfræði (positive psychology coaching - PPC) á rætursínar að rekja til vísindalegrar nálgunar á að aðstoða fólk við að auka vellíðan, finna ognýta styrkleika sína, auka árangur og ná markmiðum í samræmi við gildi sín, styrkleika,vonir og væntingar. Í ferlinu er lögð áhersla á leiðir til að komast yfir hindranir til að hverog einn geti blómstrað í lífi og starfi, upplifað sátt, jafnvægi og vellíðan. 

 

Fagleg markþjálfun byggir  á jafningjasambandi einstaklings og markþjálfa. Húnsnýst um að hlúa að einstaklingi og styðja hann í samfelldu lærdómsferli og persónulegumþroska. Vinnan felst í að styðja, styrkja og efla hvern og einn til að ná þeim markmiðumsem hann setur sér  hvort sem markmiðin eru tengd vinnu, heilsu, einkalífi eðaöðrum sviðum lífsins. Ekkert í lífinu er undanskilið þegar kemur að markþjálfun.

 

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennarimeð diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og diploma í mannauðsstjórnun.Hugrún er einnig jóga nidra og kundalini jógakennari og notar bæði vestræn vísindiog austræn fræði sem grunn í sinni vinnu.

 

Hugrún hefur unnið mikið með fólki sem er að ganga í gegnum breytingar eðalífskreppur og þarf að móta nýja framtíðarsýn hvort sem er í einkalífi eða starfi.Næsta

Einnig með fólki sem glímir við streitu og þarf að læra að staldra við og skoða lífið frá öðru sjónarhorni, huga að andlegri heilsu og almennri vellíðan.

11. nóvember 2022

Miðvikudagar og fimmtudagar kl. 13.30 - 15.30