• yoga-sunset-hobby-active

HUGLEIÐSLA OG SLÖKUN - Byrjendanámskeið - Hefst 14.mars - Fimmtudagar 17.00 -18.30

Verð : 15.000kr

Lagerstaða : Til á lager


Námskeiðið er fjögur skipti. Í hverjum tíma er fræðsla um hugleiðslu, hugann, öndun og slökun. Gerðar verða öndunarhugleiðslur og hugleiðslur með möntrum. Í lok hvers tíma er leidd slökunarhugleiðsla. Nemendur fá hugleiðslu heimaverkefni.

 

Hugleiðsla eflir einbeitingu og hugarró. Öndunarhugleiðsla er mjög áhrifarík tækni sem auðvelt er að gera og hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan, hún eykur vellíðan og kemur jafnvægi á hugann. Öndunaræfingar eru einnig mjög öflugar til að virkja slökunarviðbragð líkamans. Hugleiðsla með möntru, í hljóði eða upphátt er meðvituð leið til að stjórna og leiðbeina huganum.

 

Með því að hugleiða reglulega getum við brotið upp vana og ákveðin hugsanamynstur sem eru ekki að þjóna okkur. Hugleiðsluslökun eða jóganidra er áreynslulaus og árangursrík hugleiðslu og djúpslökunartækni sem hjálpar fólki að slaka á og í djúpu slökunarástandi og með ásetningi geta breytingar átt sér stað.

 

Kennari:

Kristín Rósa Ármannsdóttir er hjúkrunarfræðingur BS, með meistarpróf í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu skrifaði hún meðal annars um streitu, streitustjórnun og núvitund. Hún er jógakennari og með kennararéttindi í jóga nidra. Kristín Rósa kennir starfsfólki á Landspítalanum jóga og hefur verið með byrjendanámskeið í jóga í Jógasetrinu.  Hún hefur einnig verið með hugleiðslunámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga.

 

Námskeið hefst 14. mars

Fimmtudagar 17.00 - 18.30  - 4 skipti