• jga-nidra

Jóga Nidra - 10 skipti - Gildir til 15. des

Verð : 20.000kr

Lagerstaða : Uppselt

Uppselt

Jóga Nidra - 10 skipti. Gildir til 15. desember 2019. 

Þri - fim - fös kl. 12.05 - 12.55 og  mán og mið kl. 17.20-18.10. Þú mætir þegar þér hentar.

 

Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku. Oft er talað um „jógískan svefn“ en til að geta sofnað á kvöldin þurfum við fyrst að sleppa tökum á hugsunum okkar og það er nákvæmlega það sem Jóga Nidra gerir, nýtir þennan náttúrulega feril til að aftengja hugsanir okkar og hvílast án þess að sofna.

 

Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á “burnout” einkennum, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum. 

Jóga Nidra er liggjandi hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund  og tengingu við hið innra sjálf.