• 13564615-life-balance-signpost-showing-family-career-health-and-friends

STEFNUMÓTUN Í EIGIN LÍFI - Markþjálfun og jákvæð sálfræði - 2 daga vinnustofa 5. - 6. október

Verð : 36.000kr

Lagerstaða : Til á lager


Hvar ert þú stödd/staddur í þínu lífi? Viltu skoða líf þitt í samhengi og velta fyrir þér hvort það er eitthvað sem þú þarft eða vilt breyta eða bæta í lífi eða starfi? Ertu að forgangsraða í samræmi við vonir þínar og væntingar?

 

  • Við notum jákvæða sálfræði sem grunn í þessu námskeiði og skoðum hvað hefur áhrif á að lífið gangi vel og hvað hefur áhrif vellíðan og velgengni í lífinu. Við skoðum hvernig hægt er að auka þessa jákvæðu þætti og blanda þeim inn í daglegt líf til að styrkja okkur ennfrekar á lífsins leið
  • Við notum við aðferð markþjálfunar til að leiða þig áfram í gegnum verkefni sem vekja til umhugsunar um það sem skiptir þig mestu máli í lífinu og hvernig þú vilt forgangsraða í framtíðinni.
  • Þú gerir stöðuskýrslu á þínu lífi sem snýr að sálrænum, félagslegum og líkamlegum þáttum.
  • Fjallað verður um lífsgildi, lífsmáta og drifkraft – Hvað er það sem drífur þig áfram?
  • Þú færð tækifæri til að greina styrkleika þína og færð hugmyndir um hvernig þeir geta nýst þér til framtíðar í lífi og starfi.
  • Fjallað verður um mikilvægi samskipta og sambanda við annað fólk, hlutverk þín, skyldur og ábyrgð.
  • Við förum í tímanotkun, markmiðasetningu, skipulagningu og framtíðarsýn.

 

Þó að unnið sé í hóp þá vinnur hver og einn verkefni út frá sjálfum sér og miðað við sína stöðu og væntingar til framtíðarinnar.

 

Kennari:

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA ásamt því að vera markþjálfi. Hún er með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari (MBSR) með áherslu á streitu. 

Hugrún hefur sérhæft sig í markþjálfun með nálgun jákvæðrar sálfræði (positive psychology coaching) en vinnur líka mikið með hugmyndafræði ACT (acceptance and commitment theraphy) sem er árangursrík meðferð/þjálfun gegn kvíða og erfiðum hugsunum og tilfinningum sem og ýmsum hugsanaflækjum.

 

Tímasetning:

HELGIN 5 -6 október.

Laugardagur 9.30 - 16.00

Sunnudagur 9.30 - 16.00

 

Lágmarksþátttaka 10 manns - Hámark 18