• content_1

STREITUNÁMSKEIÐ - GEGN STREITU OG BURNOUT EINKENNUM - Hefst 7.mars

Verð : 53.000kr

Lagerstaða : Til á lager


Námskeið gegn streitu og „burnout einkennum“ með blönduðum aðferðum
Fræðsla –  Jóga Nidra djúpslökun – Öndun – Núvitund – Jákvæð sálfræði – Jóga

Markmið námskeiðs er tvíþætt


1. Fræðsla

Streitueinkenni geta verið lúmsk og fræðsla hjálpar til við að skilja hvað er í gangi og þau áhrif sem streitan hefur andlega, líkamlega og félagslega.  Þegar fólk hefur fræðst um það sem hægt er að gera til að vinna gegn streitueinkennum er það margfalt líklegra til að taka markvisst á vandamálinu.

2. Þjálfun

Að kenna fólki viðurkenndar aðferðir sem notaðar eru til að róa taugakerfið og vinna gegn streitueinkennum ásamt því að þjálfa fólk í að nota þær aðferðir bæði í tímum og heima.

Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að glíma við einkenni streitu eða kulnunar (burnout) hvort sem það tengist einkalífi eða starfi.


Hvernig fer námskeiðið fram:


1. Fræðsla
Fræðsla um streitu og "burnout" einkenni (kulnun) -  hvað er streita? hvernig lýsir hún sér? hverjar geta verið orsakir hennar?
Fræðsla um líkamleg, andleg og félagsleg einkenni sem og langvarandi afleiðingar streitu.
Fræðsla um áhrif streitu á taugakerfið og útskýringar á hvernig taugakerfið fer að bregðast við langvarandi streitu með stöðugu „fight and flight“ ástandi. 
Tengsl streitu og viðbrögð okkar við ýmsum þáttum í lífinu bæði í fortíð, nútíð og framtíð.
Tengsl streitu við kvíða og þunglyndi.
Tengsl streitu við ávanabindandi hegðun eða fíknir.
Tengsl streitu við svefnleysi og verki.
Fræðsla um hugann og hugsanamynstur, samspil hugsana, tilfinninga og gjörða.

2. Aðferðir til að takast á við streitueinkenni
Öndun og slökun til að róa taugakerfið
Jákvæð sálfræði og hugarfarsþjálfun
Léttar núvitundar og hugleiðsluæfingar til að róa taugakerfið, efla fókus og einbeitingu
Djúpslökun – Jóga Nidra til að róa taugakerfið og aftengja hugsanir.
Léttar jógaæfingar og teygjur

3. Stuðningur og þjálfun
Hver og einn greinir sína streituvalda og býr til áætlun um heimaæfingar, hugarfars og lífstílsbreytingar eftir þörfum og getu.

 

Kennari:

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og diploma í mannauðsstjórnun. Hugrún er einnig jóga nidra og kundalini jógakennari og notar bæði vestræn vísindi og austræn fræði sem grunn í sinni vinnu.

 

Hugrún hefur unnið mikið með fólki sem er að ganga í gegnum breytingar eða lífskreppur og þarf að móta nýja framtíðarsýn hvort sem er í einkalífi eða starfi. Einnig með fólki sem glímir við streitu og þarf að læra að staldra við og skoða lífið frá öðru sjónarhorni, huga að andlegri heilsu og almennri vellíðan.

 

NÁMSKEIÐ HEFST -  7. mars 2019

Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 14.00

Fyrstu 4 tímarnir eru 2,5 klst. (75 mín í fræðslu og 75 mín í æfingar)

Seinni 6 tímarnir eru 75 mín.
Jóga Nidra djúpslökun í öllum tímum!

 

Nánari upplýsingar hjá Hugrúnu - hugrun@heillandihugur.is eða í síma 898-0500

 

Rólegt og afslappað andrúmsloft – Dýnur á gólfum og stólar fyrir þá sem vilja. Teppi og púðar á staðnum. Æskilegt að koma í mjúkum fatnaði og hlýjum sokkum.

ATH. ÞÁTTTÖKU STÉTTARFÉLAGA Í GREIÐSLU!

NÁMSKEIÐIÐ ER SAMÞYKKT HJÁ VIRK STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐI