• loka-nmskei

STREITUSTJÓRNUN OG HUGARKYRRÐ - Gegn streitueinkennum og andlegri þreytu. Mánudagar 14.00 - 16.30. Hefst 20. janúar 2020

Verð : 53.000kr

Lagerstaða : Uppselt

Uppselt

Námskeið gegn streitueinkennum og andlegri þreytu (örmögnun - burnout).

Það er heilbrigt að upplifa streitu og streita nýtist okkur oft á tíðum vel til að standa okkur í þeim aðstæðum sem við erum í. Aftur á móti er streita orðin óheilbrigð þegar álagið er orðið það mikið að það er farið að hafa áhrif á líðan okkar til lengri tíma og daglega virkni.

 

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Langvarandi streita getur leitt til ástands í líkamanum sem getur orsakað ýmsa sjúkdóma og ónæmiskerfið verður almennt veikara.

 

Dæmi um einkenni streitu getur til dæmis verið ör hjartsláttur, hjartsláttartruflanir, örari öndun, hækkaður blóðþrýstingur, magaverkir og niðurgangur, tíð þvaglát, breyting á þyngd, verkir, aukin veikindi, einbeitingaskortur, minniskerðing, óskipulag, pirringur, þreyta, kyndeyfð, svefntruflanir, kvíði og þunglyndi.

 

Þar sem álag og streita er hluti af lífinu þá er mikilvægt að kunna leiðir til að varna því að illa fari. Ef við gætum að jafnvægi streitu og slökunar í daglegu lífi og eflum þrautseigju gegn streitu þá geta líkami og hugur höndlað álag betur.

 

Stuðst er við "Mind body medicine" námsefni og hugmyndafræði frá Benson Henry Institute og Harvard medical school.

„Mind – body medicine“ hugmyndafræðin (Læknisfræðileg nálgun á tengingu hugar og líkama) byggir á því að venjur, hugsanir, tilfinningar, hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamann og sömuleiðis að líkamleg heilsa hefur áhrif á hugann og andlega heilsu.

 

Markmið námskeiðs er tvíþætt


1. Fræðsla

Streitueinkenni geta verið lúmsk og fræðsla hjálpar til við að skilja hvað er í gangi og þau áhrif sem streitan hefur andlega, líkamlega og félagslega.  Fræðsla er fyrsta skrefið til að hjálpa fólki að vinna gegn streitueinkennum og er það margfalt líklegra til að taka markvisst á vandamálinu eftir fræðslu.

 

2. Þjálfun

Að kenna fólki viðurkenndar aðferðir sem notaðar eru til að róa taugakerfið og vinna gegn streitueinkennum ásamt því að þjálfa fólk í að nota þær aðferðir bæði í tímum og heima.

 

Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að glíma við einkenni streitu eða andlega þreytu (örmögnun -burnout) hvort sem það tengist einkalífi eða starfi. Hentar líka fyrir þá sem vilja sinna sinna andlegum forvörnum.


Hvernig fer námskeiðið fram:


1. Fræðsla
Fræðsla um streitueinkenni -  hvað er streita? hvernig lýsir hún sér? hverjar geta verið orsakir hennar?
Fræðsla um líkamleg, andleg og félagsleg einkenni sem og langvarandi afleiðingar streitu.
Fræðsla um áhrif streitu á taugakerfið og útskýringar á hvernig taugakerfið fer að bregðast við langvarandi streitu með stöðugu „fight and flight“ eða "freeze" ástandi. 
Tengsl streitu og viðbrögð okkar við ýmsum þáttum í lífinu bæði í fortíð, nútíð og framtíð.
Tengsl streitu við kvíða og þunglyndi.
Tengsl streitu við ávanabindandi hegðun eða fíknir.
Tengsl streitu við svefnleysi og verki.
Fræðsla um hugann og hugsanamynstur, samspil hugsana, tilfinninga og gjörða.

 

2. Aðferðir til að takast á við streitueinkenni
Öndun og slökun til að róa taugakerfið
Jákvæð sálfræði og hugarfarsþjálfun
Léttar núvitundar og hugleiðsluæfingar til að róa taugakerfið, efla fókus og einbeitingu
Djúpslökun – Jóga Nidra til að róa taugakerfið og aftengja hugsanir.
Léttar jógaæfingar og teygjur

 

3. Stuðningur og þjálfun
Hver og einn greinir sín streitumerki og streituvalda og býr til áætlun um heimaæfingar, hugarfars og lífstílsbreytingar eftir þörfum og getu.

 

Kennari:

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og starfsréttindi frá Landlækni ásamt því að vera markþjálfi. Hún er með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari (MBSR) með áherslu á streitu. Hún er einnig jóga nidra djúpslökunarkennari og Kundalini jógakennari. Hugrún er að sérhæfa sig í streitufræðum sem snúa  að „mind body medicine“ hugyndafræðinni og byggja á rannsóknum frá Benson Henry Institute hjá Massachusetts General Hospital og Harvard Medical school.

 

Hugrún hefur unnið mikið með fólki sem er að ganga í gegnum breytingar eða lífskreppur og þarf að móta nýja framtíðarsýn hvort sem er í einkalífi eða starfi. Einnig með fólki sem glímir við streitu og þarf að læra að staldra við og skoða lífið frá öðru sjónarhorni, huga að andlegri heilsu og almennri vellíðan.

úa

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 20. JANÚAR 2020

Mánudagar kl. 14.00-16.30. 

Hluti af námskeiðinu felst í að mæta í opna tíma þessar 4 vikur á meðan á námskeiðinu stendur.  Mælt er með að mæta aukalega 2-3x í viku í Jóga Nidra djúpslökunarhugleiðslu eða aðra tíma sem allir hafa það markmið að vinna með og þjálfa upp slakandi hluta taugakerfisins (parasympatíska taugakerfið).

Sjá stundatöflu hér:  https://heillandihugur.is/page/hugarkyrrd-og-djupslokun

 

Nánari upplýsingar hjá Hugrúnu - hugrun@heillandihugur.is eða í síma 898-0500

 

Rólegt og afslappað andrúmsloft – Dýnur á gólfum og stólar fyrir þá sem vilja. Teppi og púðar á staðnum. Æskilegt að koma í mjúkum fatnaði og hlýjum sokkum.

ATH. ÞÁTTTÖKU STÉTTARFÉLAGA Í GREIÐSLU!

NÁMSKEIÐIÐ ER SAMÞYKKT HJÁ VIRK STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐI