• 99cdd31c-c229-401d-b81d83ae4dbc3122-source_3

STREITUSTJÓRNUN - STAKUR FYRIRLESTUR Heilinn, streitan og taugakerfið. 21. október 19.00-21.00 - Frítt fyrir korthafa

Verð : 4.500kr

Lagerstaða : Til á lager


Fyrirlesturinn er frír fyrir korthafa (hugarkyrrð og djúpslökun)

Sjá hér: https://heillandihugur.is/page/hugarkyrrd-og-djupslokun

 

Það er heilbrigt að upplifa streitu og streita nýtist okkur oft á tíðum vel til að standa okkur í þeim aðstæðum sem við erum í. Aftur á móti er streita orðin óheilbrigð þegar álagið er orðið það mikið að það er farið að hafa áhrif á líðan okkar til lengri tíma og daglega virkni.

 

Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Langvarandi streita getur leitt til ástands í líkamanum sem getur orsakað ýmsa sjúkdóma og ónæmiskerfið verður almennt veikara.

 

Dæmi um einkenni streitu getur til dæmis verið ör hjartsláttur, hjartsláttartruflanir, örari öndun, hækkaður blóðþrýstingur, magaverkir og niðurgangur, tíð þvaglát, breyting á þyngd, verkir, aukin veikindi, einbeitingaskortur, minniskerðing, óskipulag, pirringur, þreyta, kyndeyfð, svefntruflanir, kvíði og þunglyndi.

 

Þar sem álag og streita er hluti af lífinu þá er mikilvægt að kunna leiðir til að varna því að illa fari. Ef við gætum að jafnvægi streitu og slökunar í daglegu lífi og eflum þrautseigju gegn streitu þá geta líkami og hugur höndlað álag betur.

 

Fyrirlesari:

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er með meistaragráðu MA í félagsráðgjöf og starfsréttindi frá Landlækni ásamt því að vera markþjálfi. Hún er með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari (MBSR) með áherslu á streitu. Hún er einnig jóga nidra djúpslökunarkennari og Kundalini jógakennari. Hugrún leggur nú stund á nám sem snýr að „mind body medicine“ hugyndafræðinni og byggir á rannsóknum frá Benson Henry Institute hjá Massachusetts General hospital og Harvard Medical school.

 

Hugrún hefur unnið mikið með fólki sem er að ganga í gegnum breytingar eða lífskreppur og þarf að móta nýja framtíðarsýn hvort sem er í einkalífi eða starfi. Einnig með fólki sem glímir við streitu og þarf að læra að staldra við og skoða lífið frá öðru sjónarhorni, huga að andlegri heilsu og almennri vellíðan.