Upplýsingar
Heillandi hugur er fræðslu og heilsusetur þar sem markmiðið er að styðja, styrkja og efla einstaklinga til ánægjulegra og innihaldsríkara lífs með ýmis konar fræðslu og þjálfun. Sjálfstyrking, innri ró, jafnvægi í lífi og starfi, hamingja og vellíðan er okkar sérsvið. Jákvæð sálfræði, núvitund, jóga, markþjálfun og ACT (acceptance and commitment theraphy) er okkar hugmyndafræði og nálgun í vinnu með einstaklingum og hópum.