Ráðgjöf og mat á líðan

Hugrún býður upp á ráðgjöf varðandi heilsu, líðan og aðstæður. Hægt er að fá speglun á ástand og ráðleggingar um næstu skref.

Eins eru lagðir fyrir listar til að meta líðan. Þetta eru til dæmis listar sem meta þunglyndi, kvíða, streitu og vellíðan. Eins er boðið upp á lista sem meta kulnun.

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Þjónusta

Oft virðist lífið taka af manni völdin og maður fer að upplifa það að vera á sjálfstýringu flesta daga. Fólk lendir líka í ýmsum lífskreppum. Aðrir vilja efla vellíðan og vaxa í lífi og starfi án þess að eitthvað mikið sé að.

Shopping Cart
Scroll to Top