Núvitund og jóga nidra – Verkfæri gegn streitu

Núvitund og jóga nidra – Verkfæri gegn streitu

Þetta námskeið sameinar tvær áhrifaríkar aðferðir sem vinna vel gegn streitu og álagstengdum einkennum. Þetta er nærandi og slakandi námskeið fyrir þá sem eru að finna að streita trufli daglegt líf.  Hér gefst tækifæri til að  grípa í taumana og læra aðferðir til að róa og slaka taugakerfið. 

Tímarnir byggja og stuttri fræðslu í byrjun hvers tíma þar sem fjallað verður meðal annars um taugakerfið, streituvalda og streitueinkenni og hvaða aðferðir er hægt að nota til að efla slökunarkerfi líkamans. Síðan verða gerðar núvitundaræfingar og öndunaræfingar og að lokum lagst í jóga nidra djupslökun.

Þátttakendur fá hugmyndir og leiðbeiningar um hvað hægt er að æfa á milli tíma til að þjálfa upp núvitund í daglegu lífi. Einnig fá þátttakendur rafrænar jóga nidra hugleiðslur sem áhrifaríkt er að nota á milli tíma og eftir að námskeiði lýkur. 

Núvitund er sú vitund sem vaknar þegar við veitum einhverju fullkomna athygli í augnablikinu þegar það á sér stað.  Tökum eftir öllu því sem við erum að upplifa og njótum betur augnabliksins. Þegar við iðkum núvitund er hugurinn staddur einungis í því sem á sér stað þá stundina en ekki fastur í hugsunum um framtíð eða fortíð. Það má segja að núvitund sé athyglisþjálfun en ekki slökunaraðferð. Slökun getur samt fylgt í kjölfarið þar sem hugurinn verður rólegri þegar við finnum fullkomna athygli í hverju augnabliki í stað þess að vera á fleygiferð. Hugurinn er mjög oft stilltur á sjálfstýringu, en sjálfstýring skapast af venjum og reynslu sem síðan skapa lífið okkar. Þessar venjur eru ekki alltaf hjálplegar og koma í veg fyrir að við náum að upplifa og njóta þess sem á sér stað bæði innra með okkur og í kringum okkur. Þannig getur lífið þotið fram hjá í streitu og álagi í stað þess að við stöldrum við og áttum okkur á getu okkar til að bregðast við á hjálplegri hátt. Núvitund er grunnur að því að geta gert breytingar, hvort sem þær tengjast hugsun eða hegðun. Rannsóknir sýna að  núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á heilsu, eflir vellíðan og dregur úr streitu, kvíða og depurð. 

Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku. Oft er talað um „jógískan svefn“ en til að geta sofnað á kvöldin þurfum við fyrst að sleppa tökum á hugsunum okkar og það er nákvæmlega það sem Jóga Nidra gerir, nýtir þennan náttúrulega feril til að aftengja hugsanir okkar og hvílast án þess að sofna.

Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á “burnout” einkennum, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum.

Jóga Nidra er liggjandi hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund og tengingu við hið innra sjálf.

Næstu námskeið

17. janúar 2023 – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 12.00 – 13.30.

21. febrúar 2023 – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 12.00 – 13.30

18. apríl 2023 – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 12.00 – 13.30

Verð: 42.000 – Þáttakendur fá fræðslu í hverjum tíma og létt verkefni á milli tíma ásamt rafrænum jóga nidra hugleiðslum sem hver og einn getur átt eftir námskeiðið. 

Nánari upplýsingar hjá Hugrúnu – hugrun@heillandihugur.is eða í síma 898-0500

Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði, 

Námskeiðið er samþykkt hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Kaupa námskeið

Verð:

42.000 kr.

Öll námskeið

Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, markþjálfun og námskeið fyrir hópa og einstaklinga.

Shopping Cart
Scroll to Top