Streita – Hagnýt vinnustofa með Hugrúnu

Streita – Hagnýt vinnustofa með Hugrúnu

Á þessari vinnustofu færðu fræðslu um hvernig streita og álag hefur áhrif á heilsu og líðan,  hvernig hægt er að hafa betri stjórn á viðbrögðum líkamans við streitu og hvaða verkfæri er hægt á nota til að takast betur á við streituna.

Streita á þátt í 60-90% af komum til lækna og getur verið ansi lúmsk. Þú færð leiðbeiningar og ráðgjöf til að skoða steituvalda og greina streitueinkenni. Þú ferð heim með hagnýtar ráðleggingar, verkfæri og plan til að ná betur utan um streituna í þínu lífi.

Við byrjum á fræðslu, förum svo í verkefni og æfingar og að lokum er lagst í góða jóga nidra djúpslökun.  

Innifalið eru rafrænar jóga nidra hugleiðslur sem allir fá aðgang að eftir vinnustofuna, einnig hagnýtar ráðleggingar og hugmyndir um aðrar æfingar og verkfæri.

Tímasetning: Miðvikudagur 8. febrúar  18.30 – 21.30 – 1 skipti.

Staðsetning: Hlíðasmári 14 – Kópavogi

Nánari upplýsingar hjá Hugrúnu – hugrun@heillandihugur.is eða í síma 898-0500

Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði, 

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Kaupa námskeið

Verð:

12.000 kr.

Öll námskeið

Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, markþjálfun og námskeið fyrir hópa og einstaklinga.

Shopping Cart
Scroll to Top