Streitustjórnun og handleiðsla fyrir fagfólk

Streitustjórnun og handleiðsla fyrir fagfólk

Þessi 4 daga vinnustofa er miðuð að fagfólki sem starfar í félags- heilbrigðis eða skólaþjónustu. Vinnustofan er hugsuð sem forvörn gegn kulnun, örmögnun og veikindum sem tengjast streitu og álagi sem og stuðningur til að takast betur á við daglegt líf bæði hvað varðar vinnu og einkalíf.

Vinnustofan nær yfir 4 heila daga og kennt er  föstudag og laugardag 13- 14. október og 17-18. nóvember.  Á milli er boðið uppá lokaðan Facebook hóp til að styðja við áframhaldandi ferli og heimavinnu. Eftir vinnustofurnar er líka í boði að halda áfram í hóp eða einkahandleiðslu sem er þá greitt sérstaklega.

Vinnustofan byggir á námskeiðinu “Streitustjórnun og seigluþjálfun” (Stress Management og Resiliency Training) og kennsluefni úr streitufræðum sem byggir á Mind Body Medicine. Hugrún hefur kennt þetta námskeið síðustu 4 ár en aðeins heilbrigðismenntaðir aðilar fá leyfi til að kenna þetta námskeið að undangenginni þjálfun hjá Benson- Henry Institute for Mind Body Medicine at Massachussetts General Hospital. 

Hugmyndafræðin byggir á tengingu huga og líkama (Mind – Body Medicine) og stutt af læknisfræðilegum rannsóknum frá Harvard Medical School og Benson-Henry Institute. Mind-Body Medicine hugmyndafræðin byggir á því að venjur, hugsanir, tilfinningar. hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamlega heilsu og sömuleiðis hefur líkamleg heilsa áhrif á hugann og andlega heilsu. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif á hina ýmsu sjúkdóma og ástand sem tengjast streitu og streitutengdum sjúkdómum.

Rannsóknir hafa sýnt að mind-body medicine aðferðin er oftast árangursríkasta meðferðin til að meðhöndla streitu eða koma í veg fyrir að streita fái að þróast í sjúklegt ástand.

Kenndar eru aðferðir til að efla innri styrk og seiglu en seigla er hæfileiki til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi í gegnum álag og streitu. Hægt er að þjálfa upp þennan eiginleika með ýmsum aðferðum.

Vinnustofunni fylgir vegleg kennslu og vinnubók, ýmsar hagnýtar ráðleggingar og rafrænar æfingar.

Áhersla er lögð á að skapa gott andrúmsloft sem byggir á öryggi til að deila og taka þátt í verkefnum og umræðum.  

Þátttakendur læra margvíslegar aðferðir byggðar á vísindum um tengingu hugar og líkama (Mind body medicine) sem og inngrip sem byggja á sjálfsvinnu:

Meðal annars:

  • Að þekkja sín eigin streituviðbrögð.
  • Ýmsar hugleiðsluaðferðir og öndunaræfingar til að virkja slökunarviðbragð líkamans sem eru varnir líkamans við innri streitu.
  • Að breyta hugsanamynstrum og tilfinningalegum viðbrögðum til að fara frá streitutengdum hugsunum í hugsanir byggðar á seiglu.
  • Aðferðir til að bæta svefn, næringu og líkamlega hreyfingu.

Rannsókn frá árinu 2015 sýndi fram á að þátttakendur sem tóku þátt í námskeiðinu drógu úr læknisheimsóknum að meðaltali um 43% árið eftir að þeir tóku þátt.

Námsefnið er gagnreynt og vel rannsakað og finna má margar rannsóknir sem styðja þessa nálgun. Sjá nánar hér:
https://bensonhenryinstitute.org/smart-program/

Kennari er Hugrún Linda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi MA og með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í streitustjórnun, seiglu, jákvæðri sálfræði og núvitund og hefur öðlast rétttindi til að kenna þetta námskeið. 

Hugrún er einnig markþjálfi til margra ára, með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari með áherslu á streitu (MBSR) og hugræna meðferð (MBCT). Hún er líka Jóga nidra djúpslökunarkennari og Kundalini jógakennari. Hugrún hefur sótt viðbótarnám í ACT meðferð/þjálfun og stundar nú nám í faglegri handleiðslu við HÍ.

Hugrún hefur unnið lengi sem meðferðaraðili fyrir VIRK starfsendurhæfingasjóð þar sem áherslan hefur verið á markþjálfun og jákvæða sálfræði ásamt námskeiðum um streitu og seiglu byggðum á Mind Body Medicine hugmyndafræðinni. Hugrún var á tímabili í hlutastarfi hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem hún var málastjóri og sinnti fræðslu og námskeiðshaldi. 

Áður var Hugrún framkvæmdastjóri í meðalstóru fyrirtæki þar sem hún sinnti bæði mannauðsmálum, fjármálum og rekstri. Hugrún hefur því víðtæka reynslu sem snýr að því huga að vellíðan og jafnvægi bæði í lífi og starfi.

Kennt í tveimur lotum:

13-14. október kl. 9.00 -16.00

17- 18. nóvember kl. 9-16.00

Staðsetning: Hlíðasmári 14 – Kópavogi

Verð: 135.000 Flest stéttarfélög og/eða sjóðir greiða niður svona vinnustofur. 

Lágmarksþátttaka 6 – Hámark 12 

Sendu póst á hugrun@heillandihugur.is eða hringdu í síma 898-0500 til að fá nánari upplýsingar .

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Kaupa námskeið

Verð:

135.000 kr.

Öll námskeið

Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, markþjálfun og námskeið fyrir hópa og einstaklinga.

Shopping Cart
Scroll to Top