Verkfærakistan

Taktu stjórn á lífi og líðan

Verkfærakistan

Í gegnum lífið mætum við ýmsum áskorunum, sumar erfiðari en aðrar. Til þess að mæta þeim er gott að eiga verkfæri í pokahorninu sem hjálpa okkur að takast á við erfiðar upplifanir og áskoranir í lífinu.

Í verkfærakistunni er að finna greinar sem innihalda ýmis bjargráð sem geta hjálpað til við að takast á við þær áskoranir sem lífið býður uppá.

Taktu stjórn á eigin lífi

Hefur þú velt fyrir þér hvað það er sem skiptir þig mestu máli í lífinu? Hefur þú velt því fyrir þér hver ber ábyrgð á hamingju þinni og vellíðan, heilsu þinni og hugarfari?

Lesa meira »

Streitustjórnun og seigla

Læknisfræðileg nálgun á tengingu hugar og líkama (Mind – body medicine) byggir á því að venjur, hugsanir, tilfinningar, hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamann og sömuleiðis að líkamleg heilsa hefur áhrif á hugann og andlega heilsu.

Lesa meira »

Streita

Streitan kemur fram þegar líkamlegt og andlegt jafnvægi okkar raskast af hugrænum, líffræðilegum eða ytri aðstæðum. Langvarandi streita sem losnar ekki um með þeim aðferðum sem við höfum áður getað nýtt okkur getur leitt til veikinda, kvíða eða depurðar. 

Lesa meira »

Markþjálfun

Aðferðarfræði markþjálfunar fer einkar vel saman með núvitund og hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og nýtist vel í vinnu með fólki sem vill blómstra og velta fyrir sér hvað það er sem skiptir í raun og veru máli í þeirra lífi.

Lesa meira »

Jóga Nidra

Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku.

Lesa meira »

Öndun

Við lifum ekki lengi án þess að fá súrefni. Súrefni er frumþörfin okkar og okkar helsta orka eða Prana, sjálf lífsorkan. Lífsorkuna getum við því aukið með öndun. Til forna var athygli jóganna meiri á öndunina sjálfa heldur en æfingarnar og með réttu má segja að við komumst ekki langt án þess að anda. Að læra að anda inn meiri lífsorku eru fræði sem eru vel þess virði að kynna sér.

Lesa meira »

Streita – Kulnun – Örmögnun

Streita getur verið tvíþætt. Það er heilbrigt að upplifa streitu og streita nýtist okkur oft á tíðum vel til að standa okkur í þeim aðstæðum sem við erum í.

Lesa meira »

Jákvæð sálfræði

Jákvæða sálfræði má skilgreina sem nýlega vísindagrein innan sálfræðinnar sem byggir á rannsóknum á jákvæðum hliðum mannsins og þeim þáttum sem hafa áhrif á að lífið gangi vel allt frá vöggu til grafar.

Lesa meira »

Núvitund

Orðið núvitund (mindfulness) er eitt af þeim fyrirbærum sem við öll erum farin að heyra í kringum okkur en hvað er í raun og veru verið að meina með núvitund? Svarið er í sjálfu sér ekki einfalt en ég ætla að nefna nokkur atriði sem hugsanlega verða til þess að skilja betur hvers vegna við ættum að minnsta kosti að kynna okkur þetta fyrirbæri.

Lesa meira »

Þakklæti

Ein af stoðunum þegar við erum að byggja upp vellíðan í eigin lífi er að geta skapað jákvæðar tilfinningar. Já, þú ert að lesa þetta rétt. ÞÚ hefur getu til að skapa jákvæðar tilfinningar innra með þér.

Lesa meira »
Shopping Cart
Scroll to Top