Skilmálar

Heillandi hugur – fræðslu og heilsusetur

Skilmálar

Kaup á námskeiðum og vinnustofum – Skilmálar
Þú velur námskeið eða vinnustofu og setur í körfu og gengur svo frá greiðslu í gegnum greiðslusíðu. Þú færð greiðslustaðfestingu senda með tölvupósti um hæl. Þú getur svo fengið rafrænan reikning sendan á tölvupósti úr bókhaldskerfinu okkar eða fengið hann afhentan hjá okkur.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta eða fella námskeið niður ef næg þátttaka fæst ekki á námskeiðum. Þá er námskeiðið endurgreitt eða fólk fært á næsta námskeið eftir vali hvers og eins.

Námskeið eru ekki endurgreidd í forföllum nema að þú látir vita með minnst viku fyrirvara að þú ætlir ekki að taka þátt. Þá er endurgreiðsla 80% nema um annað sé samið enda búið að halda frá plássi. Námskeiðin fara fram í Hlíðasmára 14 – 201 Kópavogi hjá Heillandi hug.

Verð
Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

Greiðslumöguleikar
Best er að ganga frá greiðslu í gegnum rafræna trausta greiðslusíðu sem við erum tengd við. Ef af einhverjum orsökum þú getur ekki greitt með kort í gegnum greiðslusíðu er hægt að hafa samband og fá að leggja beint inn á reikning hjá okkur. Eins ef þörf er á að dreifa greiðslum, hafið þá samband á hugrun@heillandihugur.is.

Varðandi greiðslur fyrir einkatíma og viðtöl
Hægt er að greiða með korti í posa eftir viðtalið eða leggja inn á reikning. Ef viðkomandi mætir ekki í viðtal eða lætur ekki vita með sólarhringsfyrirvara er stofnaður greiðsluseðill í banka og viðkomandi rukkaður um 50% af gjaldi tímans.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Söluaðili
Líf og Starf ehf

Hlíðasmári 14
Sími: 898 0500
Kennitala: 530814-0680
heillandihugur@heillandihugur.is

Shopping Cart
Scroll to Top