Þjónusta

Taktu stjórn á lífi og líðan

Þjónusta

Oft virðist lífið taka af manni völdin og maður fer að upplifa það að vera á sjálfstýringu flesta daga. Margir eru að kljást við mikla streitu og ná illa utan um daglegt líf sem birtist svo oft í ýmsum sjúkdómsmyndum. Aðrir upplifa sig fasta í aðstæðum og hafa ekki hugrekki til að breyta. Sumir glíma við tilgangsleysi og vanlíðan. Fólk er að ganga í gegnum ýmsar lífskreppur. Svo eru aðrir sem vilja efla vellíðan og vaxa í lífi og starfi án þess að eitthvað mikið sé að.

Hvað sem er í gangi í lífinu þá er nauðslynlegt að rækta hæfileika til að staldra við og skoða hvað sé í gangi bæði í umhverfinu okkar sem og innra með okkur, hvernig okkur líður, hvernig við hugsum og hvernig við erum að hegða okkur. Erum við í þeim aðstæðum sem við viljum vera í ? Erum við að hlúa að okkur og passa upp á heilsuna? Erum við með framtíðarsýn eða svífum við áfram eins og lauf í vindi? Erum við sátt við lífið eins og það er eða langar okkur að breyta einhverju? Erum við að vinna í samræmi við gildin okkar og nýta styrkleikana okkar til fulls. Erum við að finna að við höfum tilgang og hlutverk í lífinu?

Þetta og margt annað erum við hjá Heillandi hug að aðstoða fólk með. Við styðjumst við hugmyndafræði félagsrágjafar um heildarsýn á lífið og tilveruna. Við mætum fólki þar sem það er statt og notum valdeflandi aðferðir. Stuðst er við “Mind body medicine” hugmyndafræðina sem er vísindaleg nálgun á tengingu hugar og líkama þar sem viðhorf, venjur, hugsanir, tilfinningar, hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamlega heilsu og líkamleg heilsa hefur áhrif á hugann og andlega heilsu. Eins höfum við alltaf til hliðsjónar hugmyndafræði um vellíðan (wellbeing) þar sem heilbrigði og hamingja er í fyrirrúmi. Auk þess sækjum við úr viskubrunni austrænna jógafræða.

Við notum meðal annars jákvæða sálfræði og markþjálfun. Kennum streitustjórnun, núvitund og hugleiðslur. Kennum aðferðir til að róa taugakerfið og efla seiglu. Notum ACT þjálfun sem eflir sálrænan sveigjanleika, eykur árangur og styður við lífsgildi og tilgang í lífinu. Eins veitum við stuðning og handleiðslu til að efla vellíðan í lífi og starfi, auka sátt og lífsgleði.

Einstaklingsviðtöl

Hugrún Linda Guðmundsdóttir býður upp á ráðgjöf, markþjálfun, handleiðslu og meðferðarvinnu sem miðar að því að efla vellíðan, jafnvægi og sátt í lífi og starfi.

Nánar »

Markþjálfun

Markþjálfun er aðferð til að bæta hæfileika og árangur og auka persónulegan þroska.

Markþjálfun er markviss leið þar sem einstaklingum er hjálpað að skoða sjálfan sig og umhverfið sitt, setja sér markmið, búa til aðgerðarplön og framkvæma, fylgjast með sjálfum sér og endurmeta stöðugt frammistöðuna með það að leiðarljósi að ná betri árangri og til að ná þeim markmiðum sem sett eru.

Nánar »

Streitustjórnun – Einkatímar

Tímarnir henta fólki sem finnur fyrir langvarandi streitu- eða sjúkdómseinkennum, þeim sem vilja draga úr streitu í sínu lífi, efla innri styrk og seiglu, gera lífstílsbreytingar og auka lífsgæði sín.

Nánar »

Handleiðsla

Handleiðsla sem hér er boðið upp á byggir á speglun á aðstæðum í vinnu og einkalífi. Greina þarf á milli vinnu og einkalífs, setja mörk og forgangsraða.

Nánar »

Samtalsmeðferð

Sérkenni klínískrar meðferðarvinnu er að beita viðurkenndum kenningum og aðferðum til þess að stuðla að forvörnum og bæta líðan og aðstæður skjólstæðinga.

Nánar »
Shopping Cart
Scroll to Top