Streitustjórnun – Einkatímar

Tímarnir henta fólki sem finnur fyrir langvarandi streitu- eða sjúkdómseinkennum, þeim sem vilja draga úr streitu í sínu lífi, efla innri styrk og seiglu, gera lífstílsbreytingar og auka lífsgæði sín.

Einkatímar byggja á fræðslu og sálfélagslegum stuðningi til að draga úr streitu og streitueinkennum. Kenndar eru aðferðir byggðar á mind – body medicine hugmyndafræði til að ná meiri stjórn á viðbrögðum líkamans við streitu og langvarandi álagi, draga úr sjúkdómseinkennum og efla lífsgæði og vellíðan.

Einnig kenndar hjálplegar aðferðir sem efla innri styrk og seiglu, en seigla er hæfileiki til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi í gegnum álag og streitu. Hægt er að þjálfa upp þennan hæfileika með ýmsum aðferðum. Auk þess er veitt aðstoð við lífstílsbreytingar og eftirfylgni.

Einkatímar henta vel meðfram streitunámskeiði (Streitustjórnun og seigluþjálfun – SMART™) en líka hægt að koma bara í einkatíma fyrir þá sem ekki treysta sér á námskeið.

Hugmyndafræðin byggir að mestu á Mind-Body Medicine þar sem venjur, hugsanir, tilfinningar. hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamlega heilsu og sömuleiðis hefur líkamleg heilsa áhrif á hugann og andlega heilsu. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif á hina ýmsu sjúkdóma og ástand sem tengjast streitu og streitutengdum sjúkdómum.

Þegar unnið er með Mind- body hugmyndafræðina eru ýmsar aðferðir notaðar til að breyta venjum, hugsunum, tilfinningum, hegðun og samskiptum. Þar má nefna fræðslu, núvitund, öndun, hugræna meðferð, jákvæða sálfræði, ACT og markþjálfun.

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í streitustjórnun, seiglu, jákvæðri sálfræði, núvitund, hugleiðslu og markþjálfun. Hugrún hefur réttindi og þjálfun til að kenna og veita meðhöndlun byggða á Mind Body Medicine hugmyndafræðinni frá Benson- Henry Institute for Mind Body Medicine at Massachussetts General Hospital.

Hugrún Linda

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Þjónusta

Oft virðist lífið taka af manni völdin og maður fer að upplifa það að vera á sjálfstýringu flesta daga. Fólk lendir líka í ýmsum lífskreppum. Aðrir vilja efla vellíðan og vaxa í lífi og starfi án þess að eitthvað mikið sé að.

Shopping Cart
Scroll to Top