Heillandi hugur – fræðslu og heilsusetur

Vellíðan í lífi og starfi

Ráðgjöf, fræðsla og námskeið fyrir einstaklinga og hópa.
Markþjálfun, handleiðsla og meðferðarvinna.

Hugarfar - Heilsa - Hamingja - Hugrekki - Heilindi

Taktu stjórn á lífi og líðan

Heillandi hugur er fræðslu- og heilsusetur þar sem markmiðið er að veita styðjandi umhverfi fyrir fólk sem vill gera breytingar á sínu lífi, vill auka vellíðan eða er að ganga í gegnum lífskreppur og þarf á ráðgjöf og stuðningi að halda. Við bjóðum upp á námskeið, hópa og einstaklingsviðtöl.

Streitustjórnun, seigla, sjálfstyrking, sjálfsþekking, innri ró, jafnvægi í lífi og starfi, heildarsýn og almenn vellíðan er okkar sérsvið.

Við notum jákvæða sálfræði og markþjálfun. Kennum streitustjórnun, núvitund og hugleiðslur. Kennum aðferðir til að róa taugakerfið og efla seiglu. Notum ACT þjálfun sem eflir sálrænan sveigjanleika, eykur árangur og styður við lífsgildi og tilgang í lífinu. Eins veitum við stuðning og handleiðslu til að efla vellíðan í lífi og starfi, auka sátt og lífsgleði. Við elskum að blanda saman vestrænum vísindum og austrænni visku og horfa á einstaklinginn í víðu samhengi.

Námskeið

Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, markþjálfun og námskeið fyrir hópa og einstaklinga.

Einnig sérsníðum við námskeið og setjum saman fyrirlestra, þjálfun og fræðslu eftir óskum og þörfum og bjóðum hópa velkomna. Fyrirtæki geta komið með starfsfólkið í uppbyggjandi og nærandi dagskrá í þægilegu og rólegu umhverfi.

  • Námskeið

    Jóga Nidra – Hugarkyrrð og djúpslökun – 1x í viku

    14.000 kr.

    Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á “burnout” einkennum, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta álíkamlegum kvillum. Jóga Nidra er liggjandi hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund og tengingu við hið innra sjálf.

    Velja dagsetningar This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Out of stock
    Námskeið

    Jóga Nidra – Vinnustofa

    12.000 kr.

    Á þessari vinnustofu ætlum við að gefa okkur tíma til að skilja betur hvernig jóga nidra getur hjálpað okkur á ýmsan hátt. Við ætlum að kafa dýpra ofan í jóga nidra fræðin og hver og einn fær tækifæri að aðlaga jóga nidra að sjálfum sér og það sem hver og einn þarfnast í dag.  Fjallað verður  um taugakerfið og hvernig jóga nidra kemur að því að skapa jafnvægi og vellíðan.

     

    Uppselt This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Námskeið

    Jóga Nidra djúpslökun fyrir hópinn þinn

    Tilvalið að mæta með hópinn í rólegt og notalegt umhverfi og upplifa kyrrð og ró með Jóga Nidra. Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á “burnout” einkennum, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta álíkamlegum kvillum. Jóga Nidra er liggjandi hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund og tengingu við hið innra sjálf.

    Read more
  • Námskeið

    Streitustjórnun – Vinnustofa fyrir hópinn þinn

    Þessi vinnustofa er tilvalin fyrir starfsmannahópa eða aðra hópa sem vilja eiga góðan og nærandi tíma saman en fá í leiðinni mikla fræðslu og verfæri sem virkilega nýtast til framtíðar bæði í vinnu og einkalífi. Hægt er að biðja um sérstakar áherslu en almennt er farið í  fræðslu um hvernig streita og álag hefur áhrif á heilsu og líðan,  hvernig hægt er að hafa betri stjórn á viðbrögðum líkamans við streitu og hvaða verkfæri er hægt á nota til að takast betur á við streituna.

    Read more
  • Námskeið

    Streitustjórnun og seigluþjálfun

    98.000 kr.

    Stress management and resiliency training (SMART) ™

    Þetta námskeið kennir fólki að draga úr streitu og streitueinkennum, ná meiri stjórn á viðbrögðum líkamans við streitu og langvarandi álagi, draga úr sjúkdómseinkennum og efla lífsgæði og vellíðan. Kenndar eru aðferðir til að efla innri styrk og seiglu en seigla er hæfileiki  til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi í gegnum álag og streitu. Hægt er að þjálfa upp þennan eiginleika með ýmsum aðferðum.

    Velja dagsetningar This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Námskeið

    Stefnumótun í eigin lífi

    80.000 kr.

    Við notum jákvæða sálfræði sem grunn í þessu námskeiði og skoðum hvað hefur áhrif á að lífið gangi vel og hvað hefur áhrif á vellíðan og velgengni í lífinu. Við skoðum hvernig hægt er að auka þessa jákvæðu þætti og blanda þeim inn í daglegt líf til að styrkja okkur enn frekar á lífsins leið.

    Velja dagsetningar This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
  • Námskeið

    Jóga Nidra – Rafrænt

    6.900 kr.

    Hér færðu 8 Jóga Nidra djúpslökunarhugleiðslur sem eru 20 – 40 mínútur hver.  Þú getur hlaðið niður myndböndunum og átt þau í tölvunni eða símanum en líka er hægt að horfa/hlusta beint í gegnum linkinn.

    Bæta í körfu

Hugrún Linda

Hugrún Linda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er eigandi setursins. Hún er félagsráðgjafi með meistararéttindi MA og starfsréttindi frá Landlækni.

Hugrún er markþjálfi með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari með áherslu á streitu (MBSR) og hugræna meðferð (MBCT). Hún er líka Jóga nidra djúpslökunarkennari og Kundalini jógakennari. Hugrún hefur sótt viðmótarnám í ACT meðferð/þjálfun.

Hugrún hefur mikinn áhuga á mannlegu eðli og er stöðugt að bæta við sig námi og þekkingu sem miðar að því að hjálpa fólki að auka vellíðan í lífi og starfi.

Salurinn og aðstaðan

Salurinn okkar er til leigu fyrir námskeið og hópa. Einnig erum við með viðtalsrými til leigu fyrir fagaðila.

Verkfærakistan

Í gegnum lífið mætum við ýmsum áskorunum, sumar erfiðari en aðrar. Til þess að mæta þeim er gott að eiga verkfæri í pokahorninu sem hjálpa okkur að takast á við erfiðar upplifanir og áskoranir í lífinu. 

Í verkfærakistunni er að finna greinar sem innihalda ýmis bjargráð sem geta hjálpað til við að takast á við þær áskoranir sem lífið býður uppá.

Öndun

Við lifum ekki lengi án þess að fá súrefni. Súrefni er frumþörfin okkar og okkar helsta orka eða Prana, sjálf lífsorkan. Lífsorkuna getum við því aukið með öndun. Til forna var athygli jóganna meiri á öndunina sjálfa heldur en æfingarnar og með réttu má segja að við komumst ekki langt án þess að anda. Að læra að anda inn meiri lífsorku eru fræði sem eru vel þess virði að kynna sér.

Lesa meira »

Streitustjórnun og seigla

Læknisfræðileg nálgun á tengingu hugar og líkama (Mind – body medicine) byggir á því að venjur, hugsanir, tilfinningar, hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamann og sömuleiðis að líkamleg heilsa hefur áhrif á hugann og andlega heilsu.

Lesa meira »
Shopping Cart
Scroll to Top

Viltu fylgjast með?

Skráðu þig á póstlistann til að fylgjast með námskeiðum og fá senda fræðslupunkta.