Jákvæð sálfræði

Jákvæða sálfræði má skilgreina sem nýlega vísindagrein innan sálfræðinnar sem byggir á rannsóknum á jákvæðum hliðum mannsins og þeim þáttum sem hafa áhrif á að lífið gangi vel allt frá vöggu til grafar.

Rannsóknirnar snúa að þáttum eins og styrkleikum, hamingju, ánægju og vellíðan og hvernig hægt er að auka áhrif þessara þátta og annarra sem skipta mestu máli í velsæld og velgengi í lífinu. Aðal markmið jákvæðrar sálfræði er að framkalla jákvæðar tilfinningar, þrautseigju, kraft og flæði. Hún dregur fram vellíðan og virkjar einstaklinginn til árangurs.   

 Þegar við verðum fyrir áföllum í lífinu þá oft á tíðum förum við að sjá hvað það er sem skiptir okkur verulegu máli og förum að forgangsraða öðruvísi. Með því að tileinka sér hagnýtar leiðir frá jákvæðri sálfræði er hægt að gera þessar breytingar án þess að eitthvað þurfi að koma upp á.  

 Jákvæð sálfræði er ekki „pollýönnufræði“ eða til að hámarka gleði og ánægju.  Aðferðir jákvæðrar sálfræði eru oft notaðar til að styrkja fólk í erfiðleikum eins og að efla þrautseigju og vinna að jákvæðum breytingum í kjölfar áfalla.

Hugrún Linda

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Verkfærakistan

Í verkfærakistunni er að finna greinar sem innihalda ýmis bjargráð sem geta hjálpað til við að takast á við þær áskoranir sem lífið býður uppá.

Shopping Cart
Scroll to Top