Salurinn og aðstaðan

Heillandi hugur – fræðslu og heilsusetur

Salurinn og aðstaðan

Salurinn okkar er til leigu fyrir námskeið og hópa. Hann er um 50 fm og hentar bæði fyrir námskeið þar sem setið er við borð eða fyrirlestra þar sem stólum er raðað upp.

Salurinn er sérlega hentugur fyrir námskeið þar sem notast þarf við dýnur. Það komast um 24 dýnur á gólfið ef þétt er raðað. Stólar og borð á staðnum, skjávarpi og tjald.

Salnum fylgja dýnur, púðar, teppi, kubbar og fleira sem hentar fyrir jóga, núvitund eða annað þess háttar.

Viðtalsrými
Við erum með 3 viðtalsherbergi sem hægt er að fá leigð eftir samkomulagi. Ef að þú ert fagaðili sem vantar viðtalsrými og þú tengir við þá hugmyndafræði sem við vinnum eftir, vertu þá endilega í sambandi. Það er alltaf pláss fyrir gott fólk sem vill bæta líf og líðan einstaklinga.

Hafa samband
Nánari upplýsingar veitir Hugrún í síma 898-0500 / hugrun@heillandihugur.is.

Shopping Cart
Scroll to Top