Streitustjórnun – Vinnustofa fyrir hópinn þinn

Streita – Hagnýt vinnustofa fyrir hópa 

Þessi vinnustofa er tilvalin fyrir starfsmannahópa eða aðra hópa sem vilja eiga góðan og nærandi tíma saman en fá í leiðinni mikla fræðslu og verfæri sem virkilega nýtast til framtíðar bæði í vinnu og einkalífi. Hægt er að biðja um sérstakar áherslu en almennt er farið í  fræðslu um hvernig streita og álag hefur áhrif á heilsu og líðan,  hvernig hægt er að hafa betri stjórn á viðbrögðum líkamans við streitu og hvaða verkfæri er hægt á nota til að takast betur á við streituna. 

Streita á þátt í 60-90% af komum til lækna og getur verið ansi lúmsk. Það eru því góðar forvarnir að fræðast um streitu og hvernig hún hefur áhrif á okkur bæði í vinnu og einkalífi og hvernig hún tengsist svo örmögnun og kulnun.  Þátttakendur fá með sér heim hagnýtar ráðleggingar, verkfæri og plan til að ná betur utan um streituna.

Við byrjum á fræðslu, förum svo í verkefni og æfingar og að lokum er lagst í góða jóga nidra djúpslökun.  

Innifalið eru rafrænar jóga nidra hugleiðslur sem allir fá aðgang að eftir vinnustofuna, einnig hagnýtar ráðleggingar og hugmyndir um aðrar æfingar og verkfæri.

Sendu póst á hugrun@heillandihugur.is eða hringdu í síma 898-0500 til að fá nánari upplýsingar eða tímasetningu sem hentar þínum hóp.

Staðsetning: Hlíðasmári 14 – Kópavogi

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Kaupa námskeið

Verð:

Öll námskeið

Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, markþjálfun og námskeið fyrir hópa og einstaklinga.

Shopping Cart
Scroll to Top