Um okkur

Heillandi hugur – fræðslu og heilsusetur

Um Heillandi hug

Heillandi hugur er fræðslu- og heilsusetur sem var opnað árið 2017 í Hlíðasmára 14. Þar eru þrjú viðtalsherbergi og 50 fm. salur. Marmiðið er að veita styðjandi umhverfi fyrir fólk sem vill gera breytingar á sínu lífi, vill auka vellíðan eða er að ganga í gegnum lífskreppur og þarf á ráðgjöf og stuðningi að halda. Við bjóðum upp á námskeið, hópa og einstaklingsviðtöl.

Hugmyndafræðin
Við styðjumst við hugmyndafræði félagsráðgjafar um heildarsýn á lífið og tilveruna. Við mætum fólki þar sem það er statt og notum valdeflandi aðferðir.

Stuðst er við “Mind body medicine” hugmyndafræðina sem er vísindaleg nálgun á tengingu hugar og líkama þar sem viðhorf, venjur, hugsanir, tilfinningar, hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamlega heilsu og líkamleg heilsa hefur áhrif á hugann og andlega heilsu. Eins höfum við alltaf til hliðsjónar hugmyndafræði um vellíðan (wellbeing) þar sem heilbrigði og hamingja er í fyrirrúmi. Auk þess sækjum við úr viskubrunni austrænna fræða.

Streitustjórnun, seigla, sjálfstyrking, sjálfsþekking, innri ró, jafnvægi í lífi og starfi, heildarsýn og almenn vellíðan er okkar sérsvið. Jákvæð sálfræði, núvitund, jóga, markþjálfun og ACT (acceptance and commitment therapy) er grunnurinn okkar og nálgun í vinnu með hópum og einstaklingum. Við elskum að blanda saman vestrænum vísindum og austrænni þekkingu og horfa á einstaklinginn í víðu samhengi.

Við notum jákvæða sálfræði og markþjálfun. Kennum streitustjórnun, núvitund og hugleiðslur. Kennum aðferðir til að róa taugakerfið og efla seiglu. Notum ACT þjálfun sem eflir sálrænan sveigjanleika, eykur árangur og styður við lífsgildi og tilgang í lífinu. Eins veitum við stuðning og handleiðslu til að efla vellíðan í lífi og starfi, auka sátt og lífsgleði.

Sjá nánari upplýsingar um fólkið í húsinu hér: https://heillandihugur.is/um-okkur/samstarf/

 

Hugrún Linda

Hugrún Linda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er eigandi setursins. Hún er félagsráðgjafi með meistararéttindi MA og starfsréttindi frá Landlækni.

Hugrún er markþjálfi með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari með áherslu á streitu (MBSR) og hugræna meðferð (MBCT). Hún er líka Jóga nidra djúpslökunarkennari og Kundalini jógakennari. Hugrún hefur sótt viðbótarnám í ACT meðferð/þjálfun.

Hugrún hefur mikinn áhuga á mannlegu eðli og er stöðugt að bæta við sig námi og þekkingu sem miðar að því að hjálpa fólki að auka vellíðan í lífi og starfi. Hún hefur sérhæft sig sérstaklega í streitustjórnun, seiglu, jákvæðri sálfræði, núvitund, hugleiðslu og markþjálfun. Hún hefur réttindi og þjálfun til að kenna og veita meðhöndlun gegn streitu byggða á Mind Body Medicine hugmyndafræðinni frá Benson- Henry Institute for Mind Body Medicine at Massachussetts General Hospital. Einungis heilbrigðismenntaðir fagaðilar fá að kenna það námskeið að undangenginni þjálfun.

Hugrún hefur unnið lengi sem meðferðaraðili fyrir VIRK starfsendurhæfingasjóð þar sem áherslan hefur verið á markþjálfun og jákvæða sálfræði ásamt námskeiðum um streitu og seiglu byggðum á Mind Body Medicine hugmyndafræðinni. Hugrún er einnig í hlutastarfi hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem hún er málastjóri og sinnir fræðslu og námskeiðshaldi. 

Áður var Hugrún framkvæmdastjóri í meðalstóru fyrirtæki þar sem hún sinnti bæði mannauðsmálum, fjármálum og rekstri. Hugrún hefur því víðtæka reynslu sem snýr að því huga að vellíðan og jafnvægi bæði í lífi og starfi.

Shopping Cart
Scroll to Top