Um Okkur

Vellíðan í lífi og starfi

Hugafar | Heilsa | Hamingja | Hugrekki | Heilindi

Við erum heilluð af huganum sem annað hvort vinnur á móti okkur eða með okkur.

Starfsemin

Heillandi hugur er fræðslu og heilsusetur þar sem markmiðið er að efla, styrkja og styðja einstaklinga til ánægjulegra og innihaldsríkara lífs með ýmis konar fræðslu og þjálfun.

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er eigandi setursins, Hugrún er félagsráðgjafi MA, markþjálfi, núvitundar og jógakennari með diploma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og diploma í mannauðsstjórnun.

Aðrir sérfræðingar koma að námskeiðum og fræðslu og stefnum við upp á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum og fyrirlestrum

Hugmyndafræðin

Sjálfsstyrking, innri ró, jafnvægi í lífi og starfi, heildarsýn og almenn vellíðan er okkar sérsvið. Jákvæð sálfræði, núvitund, jóga, markþjálfun og ACT (acceptance and commitment therapy) er grunnurinn að okkar hugmyndafræði og nálgun í vinnu með hópum og einstaklingum. Við styðjumst við “Mind body medicine” hugmyndafræðina sem er vísindaleg nálgun á tengingu hugar og líkama þar sem venjur, hugsanir, tilfinningar, hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamlega heilsu og líkamleg heilsa hefur áhrif á hugann og andlega heislu.

Við elskum að blanda saman vestrænum vísindum og austrænni þekkingu og horfa á einstaklinginn í víðu samhengi.

Kennari / Eigandi

Hugrún lind Guðmundsdóttir | Hugrun@heillandihugur.is

Hugrún er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og starfsréttindi frá Landlækni ásamt því að vera alþjóðlega vottaður markþjálfi. Hún er með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari (MBSR) frá Bangor í Bretlandi með áherslu á streitu.

Hún er Jóga nidra djúpslökunarkennari og Kundalini jógakennari. Hugrún hefur sérstakan áhuga á að blanda saman vestrænum vísindum og austrænni vilsku til að hjálpa fólki að auka vellíðan í lífi og starfi.