Einstaklingsviðtöl

Hugrún Linda Guðmundsdóttir býður upp á ráðgjöf, markþjálfun, handleiðslu og meðferðarvinnu sem miðar að því að efla vellíðan, jafnvægi og sátt í lífi og starfi.

Unnið er með sálfélagslega þætti, andlega líðan og sjálfstyrkingu. Eins er unnið með persónulega stefnumótun og framtíðarsýn fyrir þá sem vilja. Hugrún tekur mið af hverjum einstaklingi fyrir sig og velur aðferðir sem henta hverjum og einum.

Oft á tíðum er það álag, streita, kvíði, þunglyndi og gömul áföll sem hindra það að fólk nái að blómstra í lífi og starfi, elta draumana sína og eiga innihaldsríkt og gefandi líf. Einnig erum við stundum föst í venjum og gömlum hugsanamynstrum og sjáum ekki að hægt sé að gera breytingar. Það er því gagnlegt að gefa sér tíma til að staldra við og skoða hvaða hindranir þurfi að takast á við til að lifa lífinu í sátt og blómstra í lífi og starfi.

Það er ekki alltaf hægt að breyta aðstæðum sínum en þá getur markmiðið verið að breyta hugarfarinu gagnvart aðstæðunum og efla seiglu til að takast á við það sem lífið býður okkur upp á. Í einkatímum er lögð áhersla á leiðir til að komast yfir hindranir til að hver og einn geti blómstrað í sínu lífi, upplifað sátt, jafnvægi og vellíðan.

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Þjónusta

Oft virðist lífið taka af manni völdin og maður fer að upplifa það að vera á sjálfstýringu flesta daga. Fólk lendir líka í ýmsum lífskreppum. Aðrir vilja efla vellíðan og vaxa í lífi og starfi án þess að eitthvað mikið sé að.

Shopping Cart
Scroll to Top