Handleiðsla

Handleiðsla sem hér er boðið upp á byggir á speglun á aðstæðum í vinnu og einkalífi. Greina þarf á milli vinnu og einkalífs, setja mörk og forgangsraða. 

Allt miðar að því að upplifa betri líðan og ná utan um dagleg verkefni án þess að missa orku og heilsu sem síðar getur leitt af sér sjúklegt ástand eins og kulnun og örmögnun. Hér er unnið með forvarnir og ýmsar aðferðir og verkfæri sem hjálpa til við að takast betur á við daglegt amstur.

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Þjónusta

Oft virðist lífið taka af manni völdin og maður fer að upplifa það að vera á sjálfstýringu flesta daga. Fólk lendir líka í ýmsum lífskreppum. Aðrir vilja efla vellíðan og vaxa í lífi og starfi án þess að eitthvað mikið sé að.

Shopping Cart
Scroll to Top