Handleiðsla sem hér er boðið upp á byggir á speglun á aðstæðum í vinnu og einkalífi. Greina þarf á milli vinnu og einkalífs, setja mörk og forgangsraða.
Allt miðar að því að upplifa betri líðan og ná utan um dagleg verkefni án þess að missa orku og heilsu sem síðar getur leitt af sér sjúklegt ástand eins og kulnun og örmögnun. Hér er unnið með forvarnir og ýmsar aðferðir og verkfæri sem hjálpa til við að takast betur á við daglegt amstur.