Handleiðsla

Ef þú ert í krefjandi starfi, stjórnandi, meðferðaraðili, sinnir öðrum á einhvern hátt eða ert i starfi sem krefst þess að þú sért i góðu flæði og jafnvægi þá er einstaklega hjálplegt að sækja sér handleiðslu. Handleiðsla styður við vellíðan og virkni i lífi og starfi. Fagleg handleiðsla hjá menntuðum handleiðara er trúnaðarsamband sem þolir að varpa upp öllu því sem ekki er rætt annars staðar.
 
Fagleg handleiðsla er lykilþáttur í sjálfbærni og vellíðan fagfólks sem starfar í krefjandi umhverfi. Handleiðsla gegnir mikilvægu hlutverki í að styðja fagfólk, efla sjálfsvitund og bæta faglega færni. Hún er ekki aðeins stuðningsúrræði heldur einnig vettvangur til að þróa hæfni, vinna með áskoranir og styrkja faglega sjálfsmynd.
 
Helstu ávinningar faglegrar handleiðslu:
 
Betri sjálfsvitund og fagleg þróun – Handleiðsla veitir rými til ígrundunar, sem leiðir til betri skilnings á eigin starfsháttum og áhrifum þeirra.
Aukin færni í að takast á við streitu og álagMeð handleiðslu getur fagfólk unnið markvisst að streitustjórnun og forvörnum gegn kulnun.
Gagnrýnin hugsun og faglegur vöxtur –Handleiðsla eykur hæfni til að skoða mál frá fleiri sjónarhornum, taka betri ákvarðanir og þróa faglegt innsæi.
Bætt samskipti og starfsánægja – Með því að vinna með áskoranir í öruggu umhverfi verður auðveldara að takast á við samskiptavanda og finna leiðir til að bæta starfsánægju.
Stuðningur og betri nýting úrræða – Handleiðsla veitir fagfólki nauðsynlegan stuðning og hjálpar því að nýta sín úrræði á skilvirkari hátt.
 
Handleiðsla er því ekki lúxus heldur nauðsynleg fjárfesting í vellíðan og faglegri þróun þeirra sem starfa í krefjandi og gefandi störfum. Hún skapar rými fyrir lærdóm, þroska og heilbrigðari starfsvenjur sem nýtast bæði einstaklingnum og samfélaginu í heild.
 
Hugrún Linda Guðmundsdóttir er faglegur handleiðari og félagsráðgjafi MA sem hefur sérhæft sig í handleiðslu, markþjálfun, streitustjórnun og  jákvæðri sálfræði, einnig er hún með nám í mannauðsstjórnun á bak við sig og reynslu af mannauðsmálum. Með djúpan skilning á áskorunum fagfólks í krefjandi störfum veitir hún handleiðslu sem styður við starfsþróun, vellíðan og sjálfsrækt.  Hugrún býður bæði upp á einstaklings- og hóphandleiðslu bæði á stofu og fjarfundum.
Nánari upplýsingar og bókun á hugrun@heillandihugur.is

 

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Þjónusta

Oft virðist lífið taka af manni völdin og maður fer að upplifa það að vera á sjálfstýringu flesta daga. Fólk lendir líka í ýmsum lífskreppum. Aðrir vilja efla vellíðan og vaxa í lífi og starfi án þess að eitthvað mikið sé að.

Shopping Cart
Scroll to Top