Samtalsmeðferð

Samtalsmeðferðin byggir á að aðstoða einstakling við skoða sjálfan sig í samhengi við umhverfi sitt og það sem er í gangi hverju sinni. Leitast er við að auka sjálfsþekkingu með því að líta inn á við sem og út á við. Meðferðin byggir á virkri hlustun, núvitundarnálgun, samkenndarnálgun, hugrænni meðferð, ACT þjálfun sem eflir hugrænan sveigjanleika og jákvæðri sálfræði sem notuð er til að auka vellíðan og virkni í daglegu lífi, hvað sem hentar hverjum og einum hverju sinni.

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Þjónusta

Oft virðist lífið taka af manni völdin og maður fer að upplifa það að vera á sjálfstýringu flesta daga. Fólk lendir líka í ýmsum lífskreppum. Aðrir vilja efla vellíðan og vaxa í lífi og starfi án þess að eitthvað mikið sé að.

Shopping Cart
Scroll to Top