Fólkið í húsinu

Heillandi hugur – fræðslu og heilsusetur

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, handleiðari og markþjálfi 

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá landlækni, diploma í faglegri handleiðslu,  diplóma í jákvæðri sálfræði og mannauðsstjórnun ásamt því að vera markþjálfi. Hún er sérhæfð í streitustjórnun, seiglu og núvitund og hefur margra ára reynslu af ráðgjöf, handleiðslu og kennslu fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Hugrún er einnig Jóga Nidra kennari. 

Sérsvið hennar felur í sér:

Streitustjórnun og seiglu – Með aðferðum byggðum á vísindum og Mind Body Medicine frá Benson-Henry Institute og Harvard Medical School.

Faglega handleiðslu fyrir fagfólk í krefjandi störfum – Með áherslu á starfsþróun, vellíðan og sjálfsrækt.

Jákvæða sálfræði – Með áherslu á að auka vellíðan og velgengi í lífi og starfi, efla hamingju, jafnvægi og sátt.

Markþjálfun og stefnumótun í eigin lífi – Með áherslu á að vinna að breytingum í lífi og starfi.

Samtalsmeðferð – Með stuðningi og aðferðum sem miða að því að skapa skýrleika og innri styrk.

Sjálfstyrkingu og vellíðan í lífi og starfi – Unnið með sjálfsmynd, sjálfstraust, lífsgleði og hamingju. 

Núvitund – með áherslu á streitu (MBSR) og hugræna meðferð (MBCT).

Hugrún sinnir  einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og stofnunum og býður upp á námskeið, fyrirlestra og fræðslu.  Hún hefur starfað sem úrræðaaðili fyrir VIRK starfsendurhæfingarsjóð í yfir 10 ár og aðstoðað einstaklinga í veikindaleyfi að komast aftur til vinnu. Hún hefur einnig unnið hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún var málastjóri ásamt því að vera með námskeið og fræðslu.

Með reynslu í mannauðsmálum og rekstri fyrirtækja hefur Hugrún dýrmætan skilning á áskorunum starfsfólks í krefjandi störfum. Hún veitir handleiðslu sem styður við starfsánægju, faglega sjálfsmynd og dregur úr streitu og kulnun.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar!

Netfang: hugrun@heillandihugur.is
Sími:  898-0500

Sjá nánar:  https://heillandihugur.is/flokkur/thjonusta/ 

 

Svava Brooks

TRE ráðgjafi

Svava Brooks hefur unnið með TRE ráðgjöf síðan 2017. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópa á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka síðastliðinn 10 ár, við forvarnir gegn kynferðisofbeldi síðastliðinn 15. ár. Svava býður upp á fræðslu og námskeið um áhrif streitu og áföll á heilsu og líðan, fyrir fyrirtæki og stofnannir. Svava tekur reglulega þátt í þjálfun í TRE, vinnur sem TRE mentor og  hefur setið námskeið til að kenna börnum TRE. Hægt er að fræðast meira um Svövu og TRE á heimasíðu hennar: svavabrooks.com/tre

Hvað er TRE®?

TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er ný leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli PhD til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra þannig að losni um vöðvaspennu og  taugakerfið róist. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans, þ.e. með því að skjálfa og titra, í öruggu og stýrðu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi, eða að nálgast slökun eftir langvarandi spennu.

Svava heldur reglulega hópnámskeið og býður upp á einkatíma í TRE hér í Hlíðarsmára 14.  Nánari upplýsingar um næstu námskeið hér.

Ef þú hefur spurningar um TRE endilega hafðu samband við Svövu  svava@svavabrooks.com  

Facebook. https://www.facebook.com/educate4change

Instagram  @svavabrooks

 

 

Shopping Cart
Scroll to Top