Fólkið í húsinu

Heillandi hugur – fræðslu og heilsusetur

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún Linda Guðmundsdóttir er eigandi setursins. Hún er félagsráðgjafi með meistararéttindi MA og starfsréttindi frá Landlækni.

Hugrún er einnig markþjálfi með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðstjórnun og núvitundarkennari með áherslu á streitu (MBSR) og hugræna meðferð (MBCT). Hún er líka Jóga nidra og Kundalini jógakennari. Hugrún hefur sótt viðbótarnám í ACT meðferð/þjálfun. Hugrún nýtir bæði vestræn vísindi og austræna visku í sinni vinnu með einstkaklingum og hópum.

Hugrún hefur mikinn áhuga á mannlegu eðli og er stöðugt að bæta við sig námi og þekkingu sem miðar að því að hjálpa fólki að auka vellíðan í lífi og starfi. Hún hefur sérhæft sig sérstaklega í streitustjórnun, seiglu, jákvæðri sálfræði, núvitund, hugleiðslu og markþjálfun. Hún hefur réttindi og þjálfun til að kenna og veita meðhöndlun gegn streitu byggða á Mind Body Medicine hugmyndafræðinni frá Benson- Henry Institute for Mind Body Medicine at Massachussetts General Hospital. Einungis heilbrigðismenntaðir fagaðilar fá að kenna það námskeið að undangenginni þjálfun.

Hugrún hefur unnið lengi sem meðferðaraðili fyrir VIRK starfsendurhæfingasjóð þar sem áherslan hefur verið á stefnumótun í eigin lífi,  markþjálfun og jákvæða sálfræði ásamt námskeiðum um streitu og seiglu byggðum á Mind Body Medicine. Hugrún starfaði hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem hún var málastjóri og sinnti fræðslu og námskeiðshaldi. 

Áður var Hugrún framkvæmdastjóri í meðalstóru fyrirtæki þar sem hún sinnti bæði mannauðsmálum, fjármálum og rekstri. Hugrún hefur því víðtæka reynslu sem snýr að því huga að vellíðan og jafnvægi bæði í lífi og starfi.

Hugrún býður upp á einstaklingsviðtöl, markþjálfun og handleiðslu fyrir fólk sem vill auka vellíðan og jafnvægi í lífi og starfi,  fyrir fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika, streitutímabil eða kulnun og fyrir þá sem vilja gera breytingar, vinna að stefnumótun í eigin lífi  og móta sér framtíðarsýn.

Sjá nánar:  https://heillandihugur.is/flokkur/thjonusta/ 

Hafa samband við Hugrúnu:  hugrun@heillandihugur.is

Sími: 898-0500

Svava Brooks

TRE ráðgjafi

Svava Brooks hefur unnið með TRE ráðgjöf síðan 2017. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópa á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka síðastliðinn 10 ár, við forvarnir gegn kynferðisofbeldi síðastliðinn 15. ár. Svava býður upp á fræðslu og námskeið um áhrif streitu og áföll á heilsu og líðan, fyrir fyrirtæki og stofnannir. Svava tekur reglulega þátt í þjálfun í TRE, vinnur sem TRE mentor og  hefur setið námskeið til að kenna börnum TRE. Hægt er að fræðast meira um Svövu og TRE á heimasíðu hennar: svavabrooks.com/tre

Hvað er TRE®?

TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er ný leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli PhD til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra þannig að losni um vöðvaspennu og  taugakerfið róist. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans, þ.e. með því að skjálfa og titra, í öruggu og stýrðu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi, eða að nálgast slökun eftir langvarandi spennu.

Svava heldur reglulega hópnámskeið og býður upp á einkatíma í TRE hér í Hlíðarsmára 14.  Nánari upplýsingar um næstu námskeið hér.

Ef þú hefur spurningar um TRE endilega hafðu samband við Svövu  svava@svavabrooks.com  

Facebook. https://www.facebook.com/educate4change

Instagram  @svavabrooks

 

Ragnheiður Björgvinsdóttir

Markþjálfi (ACC) og sérfræðingur í  mannauðsmálum

Ragnheiður er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Einnig hefur Ragnheiður meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem hún hefur aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.

Ragnheiður markþjálfar bæði einstaklinga á eigin vegum og starfsfólk og stjórnendur á vinnustöðum þar sem hún leggur áherslu á að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Hún hefur sérstakan áhuga á því að blanda saman markþjálfun og reynslu sinni af mannauðsstjórnun, ráðningum og starfsþróun.  Í markþjálfun leggur Ragnheiður áherslu er á sjálfsþekkingu og að hver og einn finni sína braut í lífi og starfi þar sem styrkleikar og aðrir persónueiginleikar njóta sín best.

Vefsíða: https://www.loacoaching.is/

Tímabókanir: https://noona.is/loacoaching

Netfang: ragnheidur@loacoaching.is

Sími: 893 8466

 

Vala Ósk Fríðudóttir

Adult Chair® markþjálfi, Yoga 200 RYT, Yoga Nidra

Vala útskrifaðist sem viðurkenndur Adult Chair® markþjálfi frá The Michelle Chalfant Company í Bandaríkjunum árið 2023, lauk Hatha jóganámi frá Jógasetrinu hjá Auði  Bjarnadóttur árið 2022, 200 RYT og Jóga Nidra frá Amrit Yoga Institute hjá Kamini Desai árið 2023. Til viðbótar hefur Vala sótt ýmis námskeið sem hún nýtir í starfi sínu sem markþjálfi.

The Adult Chair® aðferðin er heldur betur öðruvísi en venjuleg markþjálfun. Lögð er áhersla á þrjá þætti: virka hlustun og speglun, að dvelja í líkama meira en huga með öndun og kjörnun og vera til staðar í núinu með kærleik að leiðarljósi. Í tímum færð þú fullt af verkfærum sem hjálpa þér að öðlast styrk og sjálfstraust og vísa þér veginn að þínu heilbrigðasta sanna sjálfi. Með The Adult Chair® aðferðinni lærir þú að skilja hvernig öll þín lífsreynsla hefur mótað manneskjuna sem þú ert í dag, lærir að gefa mismunandi þáttum innra með þér rödd, öðlast dýpri sjálfsvitund og bregðast við lífinu á heilbrigðan hátt. Hægt er að lesa meira um Völu og The Adult Chair® aðferðina á www.valaosk.is 

Vala hefur 15 ára reynslu af kennslu, lengst af sem fræðslustjóri Íslandsdeildar Amnesty International en einnig sem enskukennari á framhaldsskólastigi. Þá hefur Vala einnig reynslu af störfum við fjölmiðla og samskipti.

Hún býður upp á einkatíma hér í Heillandi hug og hægt er að bóka tíma hjá henni á https://noona.is/valaosk

Sími: 6983979

Netfang: valaosk@valaosk.com

Vefsíða: www.valaosk.is

 

Guðrún Reynisdóttir

Jógakennari

Guðrún rekur Karma Jógastúdíó og Jógaskólann. Guðrún er Yoga Alliance viðurkenndur jógakennari sem útskrifaðist með RYT-500 tíma frá Grikklandi eftir að hafa klárað fyrstu 200 tímana á Íslandi. Guðrún hefur einnig lokið 200 tíma Yoga Alliance Professionals viðurkenndu námi í trauma-sensitive yoga and somatics. Auk þessa hefur Guðrún lokið viðurkenndu Yoga Trapeze námi frá Barcelona og Yoga Alliance viðurkenndu námi í Yin Yoga, Yoga Nidra, slökunarjóga og stólajóga. Guðrún er einnig með kennsluréttindi í trigger point, foam flex og pilates. Karma og Jógaskólinn býður reglulega upp á kennaranámskeið í Yin Yoga, Yoga Nidra, stólajóga og slökunarjóga ásamt því að bjóða upp á Yoga Alliance viðurkennt 200 og 300 tíma jógakennaranám. Einnig er boðið upp á mánaðarnámskeið í pilates. Guðrún hefur kennt jóga frá árinu 2013, vel yfir 3.000 jógatíma. Karma og Jógaskólinn er Yoga Alliance viðurkenndur jógaskóli. Hafa samband: www.karmajogastudio.is

www.jogaskolinn.is 

greynis@dohomeyoga.com

Shopping Cart
Scroll to Top