Streitustjórnun og seigla

Læknisfræðileg nálgun á tengingu hugar og líkama (Mind – body medicine) byggir á því að venjur, hugsanir, tilfinningar, hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamann og sömuleiðis að líkamleg heilsa hefur áhrif á hugann og andlega heilsu.

Aldagömul viska er til staðar um þessa tengingu en núna eru nútíma vísindi og rannsóknir farnar að sýna fram á skilning á því hvernig þessi tenging virkar og hvernig hægt er að vinna með þessa nálgun til að draga úr líkamlegum og andlegum einkennum. 

Við vitum líka núna að 60-90% af heimsóknum til heimilislækna eru vegna sjúkdóma sem tengjast streitu. Við vitum líka að mind-body medicine er oftast árangursríkasta meðferðin til að meðhöndla streitu eða koma í veg fyrir að streita fái að þróast í sjúklegt ástand.

Til að vinna með og draga úr streituviðbragði líkamans er nauðsynlegt að styrkja slökunarviðbragð líkamans sem tengist sjálfvirka taugakerfinu okkar. Í stuttu máli felst sú nálgun í því að stunda æfingar sem tengja saman huga og líkama, eins og hugleiðslu, núvitund, jóga nidra slökunartækni, jóga, tai chi, qigong, öndunaræfingar og ýmislegt annað þar sem hugur og líkami er samhæfður. Vísindin á bak við þessi fræði eru ljós og mun ég skrifa meira um þau hér á síðuna í nánustu framtíð.

Hugrún Linda

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Verkfærakistan

Í verkfærakistunni er að finna greinar sem innihalda ýmis bjargráð sem geta hjálpað til við að takast á við þær áskoranir sem lífið býður uppá.

Shopping Cart
Scroll to Top