Ein af stoðunum þegar við erum að byggja upp vellíðan í eigin lífi er að geta skapað jákvæðar tilfinningar. Já, þú ert að lesa þetta rétt. ÞÚ hefur getu til að skapa jákvæðar tilfinningar innra með þér.
Að upplifa þakklæti er ein sterkasta og jákvæðasta tilfinning sem við upplifum og hafa rannsóknir sýnt að þakklætistilfinning hefur mikil áhrif á vellíðan okkar. Út frá rannsóknum í jákvæðri sálfræði hefur komið í ljós að þegar við veitum athygli og skrifum niður 3 hluti á hverjum degi sem við getum verið þakklát fyrir fer heilinn smám saman að læra veita góðum hlutum athygli. Þrátt fyrir að lífið sé erfitt þá er alltaf eitthvað í kringum okkur sem við getum þakkað fyrir.
Það er auðveldast að byrja að æfa sig í að skrifa niður þakklæti vegna fjölskyldu, vina, starfs, að hafa þak yfir höfuðið, hafa rennandi vatn í krananum, hreint handklæði og svo famvegis. Á erfiðum tímum er aftur á móti erfiðara að sjá hvað við getum verið þakklát fyrir.
Prófaðu þessar þrjár æfingar til að hjálpa þér að upplifa þakklæti á erfiðum tímum:
- Leitaðu eftir lærdómi
Það er ekki auðvelt, en spurðu sjálfa þig hvernig erfiðar aðstæður geti hjálpað þér að vaxa sem persónu og þroskast. Til dæmis ef veikindi hafa neytt þig til að slaka á og gefið þér rými til að beina athyglinni inn á við. Eða hjálpað þér að sjá hvað skiptir þig mestu máli í lífinu þannig að þú getir forgangsraðað betur. - Reyndu að sjá stóru myndina
Þrátt fyrir að erfitt sé að hugsa þannig í miðjum erfiðleikum, þá geta erfiðleikar og vonbrigði leitt mann á endanum að betri stað en maður hefði getað ímyndað sér. Þú gætir prófað að horfa til baka á erfiðar aðstæður og séð hvernig þær hugsanlega þróuðust í jákvæðar áttir – Erfið sambandslit eða að missa vinnuna. Hvað jákvætt kom út úr þeim aðstæðum ? Hugsanlega ertu í betri samböndum í dag, ert ánægðari í starfi eða leyfðir þér að skipta um stefnu í lífinu sem varð þér til góðs á endanum. - Hugleiddu
Hugleiðsla hjálpar okkur að komast á stig vitundar þar sem auðveldara er að vera þakklátur fyrir litlu hlutina í lífinu. Hjálpar okkur að fara dýpra inn á við og tengjast innsæinu okkar og anda betur og muna að hvað sem á dynur, að það er alltaf einhver partur af okkur sem er heill, aðgengilegur og eilífur.
Stuðst við texta Deepak Chopra.
Hugrún Linda