Jóga Nidra – Vinnustofa

Jóga Nidra – Vinnustofa

Á þessari vinnustofu ætlum við að gefa okkur tíma til að skilja betur hvernig jóga nidra getur hjálpað okkur á ýmsan hátt. Við ætlum að kafa dýpra ofan í jóga nidra fræðin og hver og einn fær tækifæri að aðlaga jóga nidra að sjálfum sér og það sem hver og einn þarfnast í dag.  Fjallað verður  um taugakerfið og hvernig jóga nidra kemur að því að skapa jafnvægi og vellíðan.

Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku. Oft er talað um „jógískan svefn“ en til að geta sofnað á kvöldin þurfum við fyrst að sleppa tökum á hugsunum okkar og ná spennu úr líkamanum og það er nákvæmlega það sem Jóga Nidra gerir, nýtir þennan náttúrulega feril til að aftengja hugsanir okkar og hvílast án þess að sofna. Jóga nidra er einstaklega öflug aðferð fyrir þá sem eiga erfitt með svefn.

Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á streitu ástandi, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum. Jóga Nidra er liggjandi djúpslökunar og hugleiðslutækni og margir upplifa jóga nidra sem einföldustu leiðina til að vinna með taugakerfið. Þetta er öflug aðferð og hægt að vinna með hana á ýmsan hátt. 

Næsta vinnustofa 

20. mars kl. 16.30-19.00

Verð 7.500

Innifalið eru jóga nidra hugleiðslur á rafrænu formi sem fólk er hvatt til að nýta sér eftir vinnustofuna.

Leiðbeinandi:

Hugrún Linda Guðmundsdóttir  félagsráðgjafi MA. Hugrún notar I AM jóga nidra aðferðina sem hún hefur lært undir handleiðslu Kamini Desai og hefur bæði grunn og framhaldsmenntun í þeim fræðum. 

Nánari upplýsingar hjá Hugrúnu – hugrun@heillandihugur.is 

Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði, 

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari

Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Kaupa námskeið

Verð:

7.500 kr.

Öll námskeið

Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, markþjálfun og námskeið fyrir hópa og einstaklinga.

Shopping Cart
Scroll to Top