Jóga Nidra – Rafrænt
JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN
Hér færðu 8 Jóga Nidra djúpslökunarhugleiðslur sem eru 20 – 40 mínútur hver. Þú getur hlaðið niður myndböndunum og átt þau í tölvunni eða símanum en líka er hægt að horfa/hlusta beint í gegnum linkinn.
Besti árangurinn fæst með því að nýta sér æfingarnar á hverjum degi og þess vegna er frábært að geta komist í þær hvar og hvenær sem er.
Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku. Oft er talað um „jógískan svefn“ en til að geta sofnað á kvöldin þurfum við fyrst að sleppa tökum á hugsunum okkar og það er nákvæmlega það sem Jóga Nidra gerir, nýtir þennan náttúrulega feril til að aftengja hugsanir okkar og hvílast án þess að sofna.
Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á “burnout” einkennum, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta álíkamlegum kvillum.
Jóga Nidra er liggjandi hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund og tengingu við hið innra sjálf.
Leiðbeinandi og rödd í hugleiðslunum: Hugrún Linda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi MA. Hugrún lærði að kenna Jóga Nidra hjá Kamini Desai og Amrit Yoga Institute og hefur Advanced réttindi þaðan.
Þú færð sendann rafrænan link og lykilorð með greiðslustaðfestingu á netfangið þitt.
Verð kr. 6.900
Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari
Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.
Kaupa námskeið
Verð:
6.900 kr.
Öll námskeið
Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, markþjálfun og námskeið fyrir hópa og einstaklinga.
Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari
Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.