Jákvæð sálfræði – Andleg heilsurækt í lífi og starfi
FJARNÁMSKEIÐ !
7 skipta fjarnámskeið fyrir þá sem vilja efla vellíðan, jafnvægi og styrk
Hvað er jákvæð sálfræði?
Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun sem einblínir á það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Hún snýst ekki bara um hamingju, heldur um að byggja upp innri styrk, seiglu, tilgang og tengsl – að efla það sem vel gengur og hjálpa okkur að blómstra, bæði í einkalífi og starfi.
Í stað þess að einblína eingöngu á að lagfæra vandamál, hjálpar jákvæð sálfræði okkur að öðlast betri skilning á eigin styrkleikum, tilfinningum, venjum og gildum og leiðir okkur í átt að meðvitaðra, heilbrigðara og innihaldsríkari lífi. Hún byggir á rannsóknum á hamingju, vellíðan, jákvæðum tilfinningum, seiglu, tilgangi og árangri, og býður upp á aðferðir sem styðja við andlega heilsu og jafnvægi.
Um námskeiðið
Námskeiðið spannar 7 skipti þar sem hver lota tekur fyrir lykilþátt í jákvæðri sálfræði. Þátttakendur fá fræðslu, hagnýtar æfingar, ígrundun og verkefni til að styðja andlega heilsurækt
Þú lærir aðferðir sem nýtast í daglegu lífi og starfi, eflir sjálfsvitund og færð tækifæri til að skapa raunverulegar og varanlegar breytingar.
Innihald námskeiðsins
1. Vellíðan
Inngangur að jákvæðri sálfræði og skilningur á vellíðan – hvað hefur áhrif á hamingju okkar og á hverju getum við raunverulega haft stjórn á?
2. Heilbrigðar venjur
Venjur sem styðja við jafnvægi og vellíðan – smá skref sem styðja við vellíðan bæði líkamlega, andlega og félagslega.
3. Jákvæðar tilfinningar
Af hverju tilfinningar skipta máli og hvernig við getum ræktað meira af þeim jákvæðu í daglegu lífi.
4. Flæði og styrkleikar
Kynnumst eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá til að finna tilgang, áhuga og upplifa flæði.
5. Sambönd og tengsl
Sambönd eru hornsteinn vellíðunar – hér skoðum við samskipti, samkennd og öruggi og hvernig við getum byggt upp heilbrigðari og dýpri tengsl.
6. Merking og tilgangur
Hvað veitir lífinu merkingu? Hvernig getur lífssýn, trú og gildi mótað leiðina okkar áfram? Við skoðum leiðir til að tengjast dýpri tilgangi og upplifa merkingu í starfi og einkalífi.
7. Árangur og seigla
Lærum að setja markmið, fylgja eftir breytingum og efla seiglu. Hvernig byggjum við upp sjálfstraust og trú á eigin getu? Hér tengjum við saman alla þættina og skoðum næstu skref í eigin lífsstefnu.
Þú færð
- Fræðslu byggða á nýjustu rannsóknum um vellíðan og hamingju
- Hagnýtar æfingar og verkefni sem tengjast þínu eigin lífi
- Tækifæri til sjálfskoðunar og dýpri tengingu við eigin gildi
- Aðferðir til að efla jákvæðar venjur og minnka streitu
- Þekkingu og verkfæri til að viðhalda vellíðan til framtíðar
Kennari
Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá landlækni, diploma í faglegri handleiðslu, diplóma í jákvæðri sálfræði og mannauðsstjórnun ásamt því að vera markþjálfi. Hún er sérhæfð í streitustjórnun, seiglu og núvitund og hefur margra ára reynslu af ráðgjöf, handleiðslu og kennslu fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Hugrún er einnig Jóga Nidra kennari.
Tímasetningar og staðsetning
Þetta er FJARNÁMSKEIÐ ! Kennt á mánudögum kl. 17.00 -18.30. Aðgangur að tímum eftir á og í 6 mánuði eftir að námskeiði lýkur.
„Það sem drífur mig áfram í minni vinnu með fólki er þegar það nær að tengjast sjálfu sér af meiri meðvitund og hugrekki – og finnur út hvað skiptir það raunverulega máli.“
„Ég trúi á styrkinn sem býr innra með okkur öllum – og með réttum verkfærum getum við skapað meira jafnvægi, tilgang og gleði í lífi og starfi.“
Hlakka til að sjá ykkur
Hugrún


Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari
Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.

Kaupa námskeið
Verð:
Öll námskeið
Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, markþjálfun og námskeið fyrir hópa og einstaklinga.

Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi MA, markþjálfi og núvitundarkennari
Hugrún er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, núvitund og hugleiðslu.