JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN
Hér færðu aðgang að 8 Jóga Nidra djúpslökunarhugleiðslur sem eru 20 – 40 mínútur hver. Þú þarft að skrá þig inn á lokað svæði vefsíðunnar til að komast í hugleiðslurnar.
Besti árangurinn fæst með því að nýta sér æfingarnar á hverjum degi og þess vegna er frábært að geta komist í þær hvar og hvenær sem er.
Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku. Oft er talað um „jógískan svefn“ en til að geta sofnað á kvöldin þurfum við fyrst að sleppa tökum á hugsunum okkar og það er nákvæmlega það sem Jóga Nidra gerir, nýtir þennan náttúrulega feril til að aftengja hugsanir okkar og hvílast án þess að sofna.
Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á “burnout” einkennum, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta álíkamlegum kvillum.
Jóga Nidra er liggjandi hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund og tengingu við hið innra sjálf.
Leiðbeinandi og rödd í hugleiðslunum: Hugrún Linda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi MA. Hugrún lærði að kenna Jóga Nidra hjá Kamini Desai og Amrit Yoga Institute og hefur Advanced réttindi þaðan.